miðvikudagur, júní 30

You came to see a rock show!

Já ekki alveg, meira svona karókí en þokkalega mikið sjó.
Helvíti skemmtilegt á Peaches.
Mikill hiti, sviti og troð, ég ákvað í þetta skiptið að láta enga tveggjametra durga blockera mig og tróð mér fremst í gott stúlknastóð, allar svipað litlar og ég.
Ég ákvað að standa þarna bara í byrjun til að sjá bara smá hvað væri í gangi, en svo var svo mikið í gangi að ég tímdi ekki alveg að fara aftar strax. Alveg þangað til í langsíðasta lokalaginu, þá loksins drullaði ég mér í smá loft.
Hún á nú alveg agalega smarta gítara.
Skemmtilegt.

0 Komment

þriðjudagur, júní 29

I like my sugar with coffee and cream!

Gerði hræðilega uppgötvun:
Ekki til nein mjólk í kaffið.
Fökkfökkfökkfökkfökkfökkfökk...

0 Komment

Peachesdagur

Hélt það væri miðvikudagur í dag og varð fúl því ég vil alls ekki að það sé miðvikudagur, en svo fattaði ég að það er þriðjudagur, og ekki bara það heldur Peaches í kvöld!

Suckin' on my titties like you wanted me,
Callin me, all the time like blondie
Check out my chrissy behind
It's fine all of the time
Like sex on the beaches,
What else is in the teaches of peaches? huh? what?


Seiseijá, hí á þá sem fóru á Roskilde og missa af þessu :=/

0 Komment

sunnudagur, júní 27

Brúðarbandsmantran á X-inu í kvöld!

Jöminn gleymdi að plögga því að hann Benni ætlar að frumflytja Brúðarbandsmöntruna okkar í Karate á X-inu í kvöld (fm 977)!!!!
Þátturinn er frá kl. 22-24, sumsé NÚNA!
Hlustiði!!!!

0 Komment

laugardagur, júní 26

Sísí forseti

Ég er að spá í að bjóða mig fram sem forseta eftir fjögur ár.
Er soldið svekkt að hafa ekki gert það núna, hefði svo örugglega unnið úr því allir eru að dissa þessa þrjá sem eru í framboði núna.
Ég er leikhúsfræðingur einsog Vigdís, sætari en Óli, Ási og what´s his name allir saman, hef gaman af ferðalögum og útivist og fokkíng need the money.
Svo á ég íslenskan kærasta, það er nú þjóðernislegt forskot.
En eftir fjögur ár verð ég semsagt forseti Íslands, ólétt að fyrsta barni og fæ alveg maaasívt fæðingarorlof.
I be rich bitch at Bessastaðir.
Gott plan.

0 Komment

þriðjudagur, júní 22

Mig hefur alltaf langað að sofa hjá þér

Ég fékk eitthvað skjal sent sem heitir "Mig hefur alltaf langað að sofa hjá þér!", jájá, einstaklega spennandi heiti svo ég opnaði þetta auðvitað.
Og samstundis senti ég/þetta prógram þessi skilaboð til allra á msn-listanum mínum sem voru online.
Þar á meðal fyrrverandi kærasta mínum.
En hann hélt að ég væri bara full svo þetta er barasta allt í lagi.

1 Komment

Ljúfa helvítis líf

Je meinaða.
Lífið er bara ljúft.
Búin að hanga á Skaganum í dag röltandi um bæinn undir sólinni í kapítalístískum erindagjörðum og hittandi fullt fullt af fólki sem ég þekki og hef ekki hitt lengi, önnur hver manneskja sagði "nú á maður bara að vera með bjór eða hvítvín" og ég játti því hiklaust, stolt af alkóhólmeðvitund meðborgaranna.
Á meðan voru Biggi og Orri að mixa plötuna okkar í Stúkuhúsinu og hefði ég ekki haft mínar kapítalístísku erindagjörðir hefði ég hangið yfir þeim og gert þá geðveika.
Í lok dags vildi svo heppilega til að ég læstist úti og komst ekki inní skátahúsið þannig að ég gat kíkt á þá og heyrði þetta undursamlega mix, eftir það settist ég í bílinn minn sæl og glöð, brunaði í bæinn minn hvar strákurinn sem ég er skotin í og annar skáti hittu mig heima til að grilla grænmeti og sjávarföng á svölunum mínum.
Þá fór ég á æfingu með stelpunum mínum og áttum við eina pönkuðustu æfingu ever.
Þegar heim var komið beið mín meira hvítvín, sjávarföng og hunangsmelóna og þrír krúttlegir nördastrákar með plötukynningu fyrir hvor öðrum.
Eftir þrjár flöskur hunskuðust þeir út og eftir sit ég með Thor bjór og Mary Margaret O´Hara á fóninum, vínilplata sem ég keypti 1989 og er ein af mínum uppáhölds.
Aldrei lamdi ég hann Óla, enda er plötuspilarinn kominn í lag.
Ljúfa helvítis líf.
Að lokum vil ég bara taka það fram að ég hef aldrei verið í hvorki skátunum né stúkunni.
Þetta eru bara hús.
Þar að auki vil ég geta þess að ég er með plástra á vísifingri og fokkjúputta hægri handar eftir pönkið í kvöld, og ég man ekki hvað hitt var.

0 Komment

sunnudagur, júní 20

Zzzzz...

Fór á Snæfellsjökul í gær, þetta er bara rugl með orkuna sem hann á að gefa, hef aldrei verið eins þreytt og í dag.
Zzzzzz....

0 Komment

miðvikudagur, júní 16

Kjéllíngar

Ég komst í snertingu við mitt kvenlega eðli í gær þegar ég skellti Peaches á fóninn, valhoppaði inní eldhús og eldaði mér hindberjasultumuffins í kvöldmat.
Og eftir tölvubölv fór ég á æfingu og komst í betra skap því við erum að spila svo skemmtilega mússík og kunnum það alveg og svo komst ég í enn betra skap eftir æfingu þegar ég fór á de Palace að drekka bjór og hlusta á tónleika með fallegu fólki.
Meira um kvenlegt eðli - hvað er málið með þetta Kvennahlaup???
What´s the point?
Er þetta eitthvað svona "Já þið hafið ykkar frímúrarareglur svo við eigum þetta hlaup sem bara brjóst mega hlaupa í"?
Eða bara plein kvenremba?
Eða bara almennur plebbismi?
Og um karllegt eðli - Freyr Eyjólfsson er með þátt á Rás 2 og er geðveikt bitur yfir því að vera með hálsbólgu: "Sko einsog þið heyrið þá er ég mjög veikur og get þá bara spilað þunglyndistónlist".
Grenja allir kallar þegar þeir fá fimm kommur?
En nú er ég farin útí bæ að koma á viðskiptasambandi milli Íslands og Svíþjóðar.

0 Komment

þriðjudagur, júní 15

Arg

arg arg arg ég hata báðar djöfulsins drullu tölvurnar á heimilinu, þær eru að gera mig geðsjúka og það er farið illa með geðsjúka á Íslandi, Ísland í dag segir það, það er farið illa með mig, ég veit ekki hverjir fara illa með mig, jú helvítis tölvurnar fara illa með mig, þær fá mig til að hugsa um tölvukaupalán, það er illt, illt er að borga vexti, með vöxtum vaxa áhyggjur og áhyggjur orsaka geðsýki.
Hat.

0 Komment

CocoRosie

I once fell in love with you
just because the sky turned from grey
into blue
It was good friday
the streets were open and empty
no more passion play
on st. nicholas avenue
I believe in st. nicholas
it´s a different type of santa clause.


Good Friday með
CocoRosie, algert nammiband sem samanstendur af
tveim frönskum systrum sem sömdu, tóku upp og pródúseruðu þessa plötu í pínuponsu íbúð í París.
Hér má heyra samplað hanagal á bakvið Billie Holiday-rödd, kassagítar og trommur sem eru líklegast pottar úr eldhúsinu og örugglega Casio hljómborð.
Lo-fi naívismi sem er algert brill.
For kræjing át lád tékkið á þessu.

0 Komment

sunnudagur, júní 13

Ekkert rokk, bara ógeð

Líf rokkara getur verið erfitt á köflum.
Einsog hjá smjörkúkum sem kvarta yfir ágangi vergjarna glamúrgellna, eða milljónamæringum sem kvarta yfir of mörgum tékkareikningum, eða súperstjörnum sem kvarta yfir frægðinni.
Rokklíferni er nefninlega ekki bara glam, stundum verður maður þreyttur og getur ekki hugsað sér að fara út að rokka, og það jafnvel á laugardagskveldi með velviljað debetkort í rauðu glamtöskunni.
Þetta er ég að upplifa akkúrat núna.
Litli rokkarinn bara heima með ís og vídjóv.
Tók tvær spólur; eina kellíngamynd til að horfa á á meðan the object of my affection klárar stúdíóvinnu sína, og aðra sem mér þykir mjög mikilvægt að hann sjái þegar hann kemur heim í kvöld.
Það er myndin Zoolander.
Kellíngamyndin reyndist vera hryllingsmynd, og ég alein heima með æluna í hálsinum, engin stoð í Kisu, bara aumingjans litla viðkvæma blómið ég í sófanum nagandi í lopateppið gvuðblessandi mig grátandi undan tveggja klukkustunda tilfinningaklámogofbeldisræmu sem var gersamlega laus við allt "óþarfa" plott eða sannfærandi söguþráð.
Afhverju stoppaði ég ekki myndina?
Afþví að forvitnin sem drap köttinn á eftir að drepa mig á endanum líka.
Ógeðismynd þessi var ein sú vinsælasta í Evrópu a.m.k. síðustu jól og ég veit um viti bornar manneskjur sem aktsjúallí sáu þessa mynd óælandi.
Leikaraliðið er líka allt mikils metið í bransanum, þó svo ég gefi ekki fimmaur fyrir þetta lið eftir þátttöku þeirra í þessum óhugnaði.
Skiliddiggi.
Ógeðismyndin heitir Love Actually og í gvuðannaogjesússinsheilagsblessunarbænum forðist hana hafi þið ekki séð hana!

0 Komment

Ekkert rokk, bara ógeð

Líf rokkara getur verið erfitt á köflum.
Einsog hjá smjörkúkum sem kvarta yfir ágangi vergjarna glamúrgellna, eða milljónamæringum sem kvarta yfir of mörgum tékkareikningum, eða súperstjörnum sem kvarta yfir frægðinni.
Rokklíferni er nefninlega ekki bara glam, stundum verður maður þreyttur og getur ekki hugsað sér að fara út að rokka, og það jafnvel á laugardagskveldi með velviljað debetkort í rauðu glamtöskunni.
Þetta er ég að upplifa akkúrat núna.
Litli rokkarinn bara heima með ís og vídjóv.
Tók tvær spólur; eina kellíngamynd til að horfa á á meðan the object of my affection klárar stúdíóvinnu sína, og aðra sem mér þykir mjög mikilvægt að hann sjái þegar hann kemur heim í kvöld.
Það er myndin Zoolander.
Kellíngamyndin reyndist vera hryllingsmynd, og ég alein heima með æluna í hálsinum, engin stoð í Kisu, bara aumingjans litla viðkvæma blómið ég í sófanum nagandi í lopateppið gvuðblessandi mig grátandi undan tveggja klukkustunda tilfinningaklámogofbeldisræmu sem var gersamlega laus við allt "óþarfa" plott eða sannfærandi söguþráð.
Afhverju stoppaði ég ekki myndina?
Afþví að forvitnin sem drap köttinn á eftir að drepa mig á endanum líka.
Ógeðismynd þessi var ein sú vinsælasta í Evrópu a.m.k. síðustu jól og ég veit um viti bornar manneskjur sem aktsjúallí sáu þessa mynd óælandi.
Leikaraliðið er líka allt mikils metið í bransanum, þó svo ég gefi ekki fimmaur fyrir þetta lið eftir þátttöku þeirra í þessum óhugnaði.
Skiliddiggi.
Ógeðismyndin heitir Love Actually og í gvuðannaogjesússinsheilagsblessunarbænum forðist hana hafi þið ekki séð hana!

0 Komment

föstudagur, júní 11

Ljúfar barsmíðar

Það er ljúft að vakna þunn á föstudagshádegi með kærastanum sínum og plotta með honum barsmíðar á ýmsu fólki sem er ekki að standa sig í að gera líf okkar léttara.
Við ætlum að berja Óla fyrir að vera ekki búinn að gera við plötuspilarann, berja einhvern hvað-sem-hann-nú-heitir fyrir að vera ekki búinn að koma og gera við tölvurnar okkar, berja Sunnu fyrir að segja "þú ert örugglega ólétt" þegar mig svimaði í myndatökunni um daginn, berja Inga mág minn fyrir að vera ekki búinn að gera við svalirnar mínar, berja nágrannana fyrir að selja mér ekki herbergið við hliðiná fyrir slikk, og berja pakkið á bakvið Visa sem krefst þess að maður borgi þessar úttektir.
Listinn á örugglega eftir að lengjast, það er svo gott að segja "djöfull skal ég berja NN".

0 Komment

fimmtudagur, júní 10

Matartími á Beyglustöðum

Ég: Ég er svöng.
Hann: Er það.
Ég: Já.
Hann: Hvað viltu borða?
Ég: Ég veit það ekki. Hvað langar þig í?
Hann: Ég veit það ekki.
Ég: Vilt þú elda?
Hann: Æ ég nenni því ekki. Vilt þú ekki elda?
Ég: Ég kann það ekki.

Svo förum við á Devitos.

0 Komment

Jökk

Ef það er eitthvað sem mig langar ekki til að heyra þá er það diskur með Pöpunum að spila lög eftir Bubba.
En svoleiðis disk er víst verið að gera og þá verður það blastað af plebbum landsins innan skamms.
Best að forðast partý útá landi næstu mánuðina.
Og hafa slökkt á útvarpinu.
*ógeðishrollur*

0 Komment

miðvikudagur, júní 9

Skítapakk

100 til 200 milljónir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna?
Kostar það virkilega 100 til 200 milljónir?
Í hvað eiga þessar 100 til 200 milljónir að fara?
Ég er nú þekkt fyrir allt annað en peningavit, en kommon, ég get ekki séð lógík í þessu.
Er þetta ekki bara hræðsluáróður frá Davíð? Svo dæmigert fyrir vinnuaðferðir hans: ef þú ert ekki sammála þá skaltu sko bara borga. "Þér er nær að gera ekki einsog ég sagði þér að gera".
Skítapakk.

0 Komment

mánudagur, júní 7

Rokk

Tíhí, var að lesa magnaða tónleikalýsingu Rokkarans sem fór í sólarhringsferð til Ástralíu til að sjá Kiss á tónleikum.
Alger snilld.

Sit annars hér heima og bágt með mig, kann ekki alveg að vera í sumarfríi.
Þvottakarfan er stútfull og sést ekki í gólfin fyrir allskonar ógeði, en mér finnst það bara rangt að eyða sumarfríi í þrif.
Sem betur fer er æfing í kvöld, já nei ekki æfing, við ætlum að spila í kvöld ;)
Danni Pollock, mentor og hetja Brúðarbandsins sagði það í gær: þið eruð ekkert að æfa lengur, þið eruð að spila.
Oh, hann er so mikið æði.
Hann gerði sér ferð til Keflavíkur í gær til að spila inn klikkað gítarsóló í lagið okkar Gítarinn brennur.
Meeehhn hvað þið megið hlakka til að fá plötuna okkar í spilara ykkar!

0 Komment

föstudagur, júní 4

Þunn

Jess.
Það var fundur hjá Brúðarbandinu í gær eftir æfingu og var sá fundur haldinn á Kaffibarnum og af því að þar er seldur bjór urðum við bara fullar á fundinum.
Útgefendur okkar voru líka á fundinum og fylltust líka með okkur.
Það voru allir fullir í kringum okkur held ég.
Fórum í tvö eftirpartý og það á fimmtudegi.
Mjög gott.
Í öðru partýinu var böns af tónlistarselebs og í hinu partýinu held ég myndlistarpakk.
Einhverntíman í millitíðinni skruppum við Eygló, Kata og Melkorka í karókí á Wall Street og sungum fyrir Jens Guð sem ætlar að senda okkur á festival í Færeyjum.
Ég so þunn.
En þetta er góð þynnka af því að það var soooo gaman í gær.
Alveg worth it.
Ég er með alveg geðveikt skemmtilegum stelpum í hljómsveit.

Held ég verði að fara út að hjóla og kaupa mér sjeik.
Sjeikinábeibí!

0 Komment

fimmtudagur, júní 3

Meira af Skrifstofunni hf.

Já það er allt að verða vitlaust á Skrifstofunni hf. þó hún sé varla opnuð ennþá, ég hef varla undan að taka við umsóknum (Unnur þú þyrftir að byrja sem fyrst ef þú ætlar að sjá um að ráða og/eða hafna fólki í vinnu).
Mér hefur m.a. borist tölvupóstur með umsókn um að sjá um kjafthátt og stæla á kaffistofunni og önnur vill sitja í reykherberginu og æfa sig í að reykja.
Þá höfum við manneskju sem léttir fyrir skúringamanneskjunni, sem enn vantar ef við þá viljum hafa slíka manneskju hjá okkur, faxara, reiknara, föndrara, url-safnara og dreifingaraðila, kaffilagara, minningagreinaskrifara, skrásetjara og listagerðamanneskju.
Nú þurfum við bara ríkisstyrk og þá setjum við þetta í gang.

0 Komment

miðvikudagur, júní 2

Frábært sumarfrí

Þessi fyrsti dagur í sumarfríi er bara brill.
Ég var í náttfötunum til 18:30, litaði öll æskileg andlitshár sem ég vildi framhefja og fjarlægði öll óæskileg sem ég vil ekki framhefja, hlustaði á röffmixdiskinn með Brúðarbandinu og pældi mikið í því og skráði hjá mér komment, sörfaði netið, spilaði minesweeper, fylgdist með forsetanum krydda lífið, eldaði gott pasta og nú er fokkíngs hafmeyja á Skjá1!
Fílaða.
Næst er þátturinn um Nylon sem ég ætla sko þokkalega að horfa á og hlægja af, og jöööminn núna ætla ég að naglalakka á mér táneglurnar!

0 Komment

Já Óli!

Lýst vel á Óla fosseda núna.
Þetta er paunk.
Vildi óska þess að ég væri með falda kameru á Davíð núna.
HOHOHOHOHOOOO
hlakka til að kjósa!
ÞETTA ER EKKI MÍN RÍKISSTJÓRN!

0 Komment

Skrifstofan hf.

Í dag er ég offíssjallí komin í sumarfrí, já og á beinustu leið í atvinnuleysið!
Fór í sumarfrí og sagði upp.
Namminamm.
Nú þarf ég að finna mér nýja vinnu en vandinn er sá að ég er soldið kresin.
Er búin að ræða við ýmsa um stofnun nýs fyrirtækis: Skrifstofan hf.
Þar myndi ég sjá um að skrá hluti í tölvu.
Kókó myndi föndra og ekki tala við fólk.
Benni gæti jafnvel reddað faxtæki og myndi þá sjá um að faxa.
Gugga myndi sjá um að skrásetja hluti og setja upp í lista.
Fleiri starfsmenn eru velkomnir í fyrirtækið hafi þeir hugmyndir um verkefni og verksvið fyrir sig, t.d. að ljósrita, svara í síma, hringja, skúra, laga kaffi, fara á fundi eða bara hvaðeina sem fólk fyndist skemmtilegt að vinna við.
Þá er bara að hugsa upp leiðir til að gera fyrirtækið arðsamt, a.m.k. svo við getum borgað okkur laun.
Þetta yrði alveg súprím fínn vinnustaður.

0 Komment

þriðjudagur, júní 1

Jess!

Er að baka skonsur, þær eru geeeðveikt góðar!

0 Komment

Hvæs

Fuss og hvæs, tek til baka allt fallegt eða semi-fallegt sem ég hef sagt um stóra fólkið!
Fór á Fantomas í gær og þrátt fyrir að hafa staðið mjög framarlega sá ég rétt glitta í Pattóninn og félaga fyrir tveggja metra durgum sem þurftu eeeendilega að planta sér fremst. Eitt augnablik náði ég góðu jafnvægi á vinstri tá með sveigðan haus og sá ágætlega og þá kom einn tveggjametra við hlið mér, leit á mig og tróð sér svo beint fyrir framan mig.
Ég er hundraðsextíuogþrír sentimetrar svo hann hafði þrjátíuogsjösentimetra forskot á mig hefði hann staðið fyrir aftan mig.
Afhverju fór hann fyrir framan mig???
Djöfullinn græddi hann á því?
Ekkert nema hatur mitt.
Svo stóð annar þumbi þarna sem tuðaði í sífellu "þetta er ekkert lag"!
Afhverju fór þessi þumbi ekki eitthvert annað og beið eftir Korn, afhverju þurfti hann að planta sér fremst og blokkera litla fólkið sem aksjúllí vildi sjá Fantomas?
Risavaxin fífl og fávitar.
Tillitslausu sentimetrafastistar.
Við Kókó ákváðum að taka með okkur næst sígarettur og löng munnstykki til að pota í augun á þessu pakki og sög til að saga af þeim hausana.
Sem betur fór tróðu þeir ekki sínum löngu limum í eyrun á okkur svo maður gat a.m.k. heyrt og það var nú frábært.
Nenntum ekki að bíða eftir Korn, fór og keypti mér ís og vídjó.
Búin að sofa einsog engill í alla nótt.

0 Komment