þriðjudagur, júní 22

Ljúfa helvítis líf

Je meinaða.
Lífið er bara ljúft.
Búin að hanga á Skaganum í dag röltandi um bæinn undir sólinni í kapítalístískum erindagjörðum og hittandi fullt fullt af fólki sem ég þekki og hef ekki hitt lengi, önnur hver manneskja sagði "nú á maður bara að vera með bjór eða hvítvín" og ég játti því hiklaust, stolt af alkóhólmeðvitund meðborgaranna.
Á meðan voru Biggi og Orri að mixa plötuna okkar í Stúkuhúsinu og hefði ég ekki haft mínar kapítalístísku erindagjörðir hefði ég hangið yfir þeim og gert þá geðveika.
Í lok dags vildi svo heppilega til að ég læstist úti og komst ekki inní skátahúsið þannig að ég gat kíkt á þá og heyrði þetta undursamlega mix, eftir það settist ég í bílinn minn sæl og glöð, brunaði í bæinn minn hvar strákurinn sem ég er skotin í og annar skáti hittu mig heima til að grilla grænmeti og sjávarföng á svölunum mínum.
Þá fór ég á æfingu með stelpunum mínum og áttum við eina pönkuðustu æfingu ever.
Þegar heim var komið beið mín meira hvítvín, sjávarföng og hunangsmelóna og þrír krúttlegir nördastrákar með plötukynningu fyrir hvor öðrum.
Eftir þrjár flöskur hunskuðust þeir út og eftir sit ég með Thor bjór og Mary Margaret O´Hara á fóninum, vínilplata sem ég keypti 1989 og er ein af mínum uppáhölds.
Aldrei lamdi ég hann Óla, enda er plötuspilarinn kominn í lag.
Ljúfa helvítis líf.
Að lokum vil ég bara taka það fram að ég hef aldrei verið í hvorki skátunum né stúkunni.
Þetta eru bara hús.
Þar að auki vil ég geta þess að ég er með plástra á vísifingri og fokkjúputta hægri handar eftir pönkið í kvöld, og ég man ekki hvað hitt var.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home