þriðjudagur, júní 1

Hvæs

Fuss og hvæs, tek til baka allt fallegt eða semi-fallegt sem ég hef sagt um stóra fólkið!
Fór á Fantomas í gær og þrátt fyrir að hafa staðið mjög framarlega sá ég rétt glitta í Pattóninn og félaga fyrir tveggja metra durgum sem þurftu eeeendilega að planta sér fremst. Eitt augnablik náði ég góðu jafnvægi á vinstri tá með sveigðan haus og sá ágætlega og þá kom einn tveggjametra við hlið mér, leit á mig og tróð sér svo beint fyrir framan mig.
Ég er hundraðsextíuogþrír sentimetrar svo hann hafði þrjátíuogsjösentimetra forskot á mig hefði hann staðið fyrir aftan mig.
Afhverju fór hann fyrir framan mig???
Djöfullinn græddi hann á því?
Ekkert nema hatur mitt.
Svo stóð annar þumbi þarna sem tuðaði í sífellu "þetta er ekkert lag"!
Afhverju fór þessi þumbi ekki eitthvert annað og beið eftir Korn, afhverju þurfti hann að planta sér fremst og blokkera litla fólkið sem aksjúllí vildi sjá Fantomas?
Risavaxin fífl og fávitar.
Tillitslausu sentimetrafastistar.
Við Kókó ákváðum að taka með okkur næst sígarettur og löng munnstykki til að pota í augun á þessu pakki og sög til að saga af þeim hausana.
Sem betur fór tróðu þeir ekki sínum löngu limum í eyrun á okkur svo maður gat a.m.k. heyrt og það var nú frábært.
Nenntum ekki að bíða eftir Korn, fór og keypti mér ís og vídjó.
Búin að sofa einsog engill í alla nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home