mánudagur, júní 7

Rokk

Tíhí, var að lesa magnaða tónleikalýsingu Rokkarans sem fór í sólarhringsferð til Ástralíu til að sjá Kiss á tónleikum.
Alger snilld.

Sit annars hér heima og bágt með mig, kann ekki alveg að vera í sumarfríi.
Þvottakarfan er stútfull og sést ekki í gólfin fyrir allskonar ógeði, en mér finnst það bara rangt að eyða sumarfríi í þrif.
Sem betur fer er æfing í kvöld, já nei ekki æfing, við ætlum að spila í kvöld ;)
Danni Pollock, mentor og hetja Brúðarbandsins sagði það í gær: þið eruð ekkert að æfa lengur, þið eruð að spila.
Oh, hann er so mikið æði.
Hann gerði sér ferð til Keflavíkur í gær til að spila inn klikkað gítarsóló í lagið okkar Gítarinn brennur.
Meeehhn hvað þið megið hlakka til að fá plötuna okkar í spilara ykkar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home