miðvikudagur, júní 16

Kjéllíngar

Ég komst í snertingu við mitt kvenlega eðli í gær þegar ég skellti Peaches á fóninn, valhoppaði inní eldhús og eldaði mér hindberjasultumuffins í kvöldmat.
Og eftir tölvubölv fór ég á æfingu og komst í betra skap því við erum að spila svo skemmtilega mússík og kunnum það alveg og svo komst ég í enn betra skap eftir æfingu þegar ég fór á de Palace að drekka bjór og hlusta á tónleika með fallegu fólki.
Meira um kvenlegt eðli - hvað er málið með þetta Kvennahlaup???
What´s the point?
Er þetta eitthvað svona "Já þið hafið ykkar frímúrarareglur svo við eigum þetta hlaup sem bara brjóst mega hlaupa í"?
Eða bara plein kvenremba?
Eða bara almennur plebbismi?
Og um karllegt eðli - Freyr Eyjólfsson er með þátt á Rás 2 og er geðveikt bitur yfir því að vera með hálsbólgu: "Sko einsog þið heyrið þá er ég mjög veikur og get þá bara spilað þunglyndistónlist".
Grenja allir kallar þegar þeir fá fimm kommur?
En nú er ég farin útí bæ að koma á viðskiptasambandi milli Íslands og Svíþjóðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home