miðvikudagur, júní 2

Skrifstofan hf.

Í dag er ég offíssjallí komin í sumarfrí, já og á beinustu leið í atvinnuleysið!
Fór í sumarfrí og sagði upp.
Namminamm.
Nú þarf ég að finna mér nýja vinnu en vandinn er sá að ég er soldið kresin.
Er búin að ræða við ýmsa um stofnun nýs fyrirtækis: Skrifstofan hf.
Þar myndi ég sjá um að skrá hluti í tölvu.
Kókó myndi föndra og ekki tala við fólk.
Benni gæti jafnvel reddað faxtæki og myndi þá sjá um að faxa.
Gugga myndi sjá um að skrásetja hluti og setja upp í lista.
Fleiri starfsmenn eru velkomnir í fyrirtækið hafi þeir hugmyndir um verkefni og verksvið fyrir sig, t.d. að ljósrita, svara í síma, hringja, skúra, laga kaffi, fara á fundi eða bara hvaðeina sem fólk fyndist skemmtilegt að vinna við.
Þá er bara að hugsa upp leiðir til að gera fyrirtækið arðsamt, a.m.k. svo við getum borgað okkur laun.
Þetta yrði alveg súprím fínn vinnustaður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home