sunnudagur, júní 13

Ekkert rokk, bara ógeð

Líf rokkara getur verið erfitt á köflum.
Einsog hjá smjörkúkum sem kvarta yfir ágangi vergjarna glamúrgellna, eða milljónamæringum sem kvarta yfir of mörgum tékkareikningum, eða súperstjörnum sem kvarta yfir frægðinni.
Rokklíferni er nefninlega ekki bara glam, stundum verður maður þreyttur og getur ekki hugsað sér að fara út að rokka, og það jafnvel á laugardagskveldi með velviljað debetkort í rauðu glamtöskunni.
Þetta er ég að upplifa akkúrat núna.
Litli rokkarinn bara heima með ís og vídjóv.
Tók tvær spólur; eina kellíngamynd til að horfa á á meðan the object of my affection klárar stúdíóvinnu sína, og aðra sem mér þykir mjög mikilvægt að hann sjái þegar hann kemur heim í kvöld.
Það er myndin Zoolander.
Kellíngamyndin reyndist vera hryllingsmynd, og ég alein heima með æluna í hálsinum, engin stoð í Kisu, bara aumingjans litla viðkvæma blómið ég í sófanum nagandi í lopateppið gvuðblessandi mig grátandi undan tveggja klukkustunda tilfinningaklámogofbeldisræmu sem var gersamlega laus við allt "óþarfa" plott eða sannfærandi söguþráð.
Afhverju stoppaði ég ekki myndina?
Afþví að forvitnin sem drap köttinn á eftir að drepa mig á endanum líka.
Ógeðismynd þessi var ein sú vinsælasta í Evrópu a.m.k. síðustu jól og ég veit um viti bornar manneskjur sem aktsjúallí sáu þessa mynd óælandi.
Leikaraliðið er líka allt mikils metið í bransanum, þó svo ég gefi ekki fimmaur fyrir þetta lið eftir þátttöku þeirra í þessum óhugnaði.
Skiliddiggi.
Ógeðismyndin heitir Love Actually og í gvuðannaogjesússinsheilagsblessunarbænum forðist hana hafi þið ekki séð hana!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home