þriðjudagur, maí 31

Það er til gott fólk - Hjólasaga

Ég dustaði rykið af hjólinu mínu í dag, dró það útúr kjallaranum og leyfði því að sjá dagsbirtu og bauð því uppá yfirhalningu.
Fyrir utan rykið var stýrið var orðið skakkt, keðjan ryðguð og lítið loft í dekkjunum.
Ég byrjaði á því að fara til fúla hjólaviðgerðakallsins á Hverfisgötunni - hann er svo merkilegur af því að þrátt fyrir yfirgengilegan kammóskap og næsheit af minni hálfu tekur hann fýlusvipinn aldrei niður.
Hmmm.
Hann þolir kannski ekki yfirgengilegan kammóskap og næsheit.
Ég get alveg skilið það.
En ég fer aldrei í þann gír strax heldur eftir fyrsta hryssingslega svarið frá honum, þá verð ég næs.
Jæja, gleymum honum í bili.
Hann sumsé smurði keðjuna með fýlusvip og þáði 200 krónur fyrir.
Þá hjólaði ég mér niðrá einhverja bensínstöð til að pumpa í dekkin.
Bensínkall einn vippaði sér að mér og muldraði útúr öðru munnvikinu (hitt var með sígó): passaðu þig að setja ekki of mikið loft í afturdekkið.
Ókei, sagði ég.
Þetta er alltof mikið, sagði hann svo eftir að hafa fylgst með mér.
Svo er dekkið líka ónýtt.
Jiiiminn, sagði ég á innsoginu, ég er nýbúin að kaupa dekk á bílinn minn og hef ekkert efni á hjóladekkjum líka!
Bíddu, sagði hann þá og brá sér innum hurð.
Kom til baka með dekk, tók mitt ónýta af, setti nýja á og pumpaði hárréttu loftmagni í nýja dekkið.
Sagði þetta vera betra svona og labbaði svo í burtu.
Jelskann.
Svo hjólaði ég hingað og þangað og varð andstutt, nú sel ég bílinn og verð geðveikt fitt.

2 Komment

laugardagur, maí 28

Huun Huur Tu í dag

Mæli með því að allir kíki í Smekkleysu plötubúð (undir Bónus á Laugaveginum) í dag klukkan 3.
Hinir klikkuðu mongólar Huun Huur Tu munu barkasyngja þar, hvernig sem þeir nú í fjandanum fara að því.
Ég er hálf miður mín yfir þessum ósköpum.
Sigtryggur Baldurs var að reyna að lýsa þessu í gær og ég óaði bara og jiminnaði á milli þess sem ég tosaði í hálsinn á mér og reyndi að gera barkahljóð.
Þetta verður bilað að sjá og heyra, og í þokkabót mun Nina Nastasia taka með þeim lagið.
Ég hlakka brjálað til.

0 Komment

Epla-martíní

Epla-martini er alveg málið.
Martini Bianco, klakar úr kjallaranum og dass af eplasafa útí.
Fökkíngs jömmí krakkar!

2 Komment

föstudagur, maí 27

Ég er

að sjálfsögðu helvítis snillingur og er búin að fiffa þannig að kommentin koma í popup glugga.

Nú er ég farin að massa, að öllum líkindum kemur allt í ljós í dag.

0 Komment

miðvikudagur, maí 25

Pruf

Ég er að prufa kommentakerfið sem blogspot skaffar, er ekki að fíla það að haloscan kommentin eyðast með tímanum nebbla.

12 Komment

mánudagur, maí 23

Gleðipúnktar í reddingarúnti

Ég var að koma heim úr reddingarúnti dauðans.
Reddingarúntar dauðans eru sjaldnast skemmtilegir, en í dag fann ég samt þónokkra skemmtilega punkta sem glöddu mig afskaplega:
  • Hálfrifið hús við Borgartún. Mér finnst alltaf smart að horfa á hálfrifin hús.
  • Fiskverkunarfólk í tilheyrandi búningum á planinu við höfnina. Mér finnst það mjög smart, minnir mig á Súganda.
  • Að labba útúr porti inná Laugaveg, beint í fasið á Brynju. Mér finnst Brynja smart verslun, ein af uppáhaldsbúðunum á Laugaveginum.
  • Skilti við kaffihús á Laugaveginum hvar á stóð: Ítalkst salat.
  • 2 fasteignasalar sem sögðu "Gaman að tala við þig". Mér finnst gaman þegar fólki finnst gaman að tala við mig. Ég dansaði fyrir annan þeirra dansinn sem ég ætla að dansa í stóru tilvonandi íbúðinni minni.

Búið.

0 Komment

Leyndarmálið

er ekki lengur leyndarmál, þ.e. þar sem þetta verður gert opinbert á næstu dögum er alltílæ að ég ljóstri því upp hvað ég var að eipa yfir hérna.
Sonic Youth óskaði eftir því að Brúðarbandið myndi hita upp fyrir sig á tónleikunum í Nasa í ágúst!

Sjálfastur Thurston Moore bað um okkur!

Þar sem við vorum með hljóðmann þeirra úti í Svíþjóð og gáfum honum diskinn okkar geri ég ráð fyrir því að hann hafi mælt með okkur og leyft Thurston að heyra diskinn okkar.

Þetta er bara hápunktur allra hápunktna!

0 Komment

sunnudagur, maí 22

Alveg satt

You May Be a Bit Borderline ...



Your mood swings make a roller coaster look tame!
When you're up, you're a little bit crazy...
And when you're down, your whole world is crashing
Scary thing is, these moods can change by the minute!

0 Komment

föstudagur, maí 20

Pity the fool

Greyið litla ég er bara lasin, allir að vorkenna mér takk.
Ég bjó mér til seið í gær og sötra hann í von um betra líf.
Fáránleg veiki að herja á mig; hálsbólga og slappleiki.
Já nei ég ætla ekki að skrifa um það. Boring stöff.
En vorkennið mér samt endilega takk.

Ég eldaði delissjöss plokkfisk í gær og bakaði svo múffur svo ég gæti haft það gott í sófanum yfir sjónvarpinu.
Söngvakeppnin var bara svo leiðinleg að ég fann ekki eirð í mér til að liggja yfir henni.
En sem betur fer var ANTM endursýnt klukkan hálftólf og þá var gaman hjá mér. Love them models.

Benni fór á Bacon tónleika á grandinu og það var víst gasalega flott.
Hann fékk sér bjór sem er ávísun á massívar hrotur þannig að ég gat ekki sofnað.

Vorkennið mér.
Takk.

0 Komment

fimmtudagur, maí 19

Gleðideildin

Joy Divison tribute tónleikarnir voru í gær á Gauknum.
Ég gleymdi auðvitað að auglýsa það hérna, en það kom ekki að sök því hellingur af fólki mætti kvossimer.
Ekki við öðru að búast kannski því margir Joy Division aðdáendur eru til.
Ég var að syngja með Hanoi Jane og var ég að sjálfsögðu best.
Vann þessa keppni með miklum yfirburðarsigri.
Jáneinei.
Þetta var mjög gaman, mikið gaman að heyra svona margar og ólíkar hljómsveitir taka lög Joy Divison eftir sínu nefi.
Skemmtilegast fannst mér band Danny og Mike Pollock, man ekki hvað þeir kalla sig, og mesta gleðistinginn í hjartað fékk ég þegar þeir tóku Bodies-slagarann Where are the Bodies.
Massaflott.
Bodies skipar líka stóran sess í tónlistarhjartanu mínu, en þegar ég var ca 15 ára ákvað ég að hætta í ruglinu og tók allar Madonnu, 5 stars, Duran og Prince plöturnar mínar og fór með þær í Safnarabúðina á Frakkastígnum (já ég veit, sé eftir þeim núna) og skipti á þeim fyrir "almennilega mússík".
Það voru plöturnar "Live in Tokyo" með Bob Dylan og Bodies.
Point of no return.

0 Komment

þriðjudagur, maí 17

Betra en nokkuð annað

Úff, okkur Brúðarbandsmeyjum var að berast all gasalegt boð og ég má ekki segja neitt strax frá þessu, get bara sagt ykkur það að ég get ekki hætt að hlaupa skríkjandi fram og til baka um íbúðina.
Að mínu mati er þetta stærra en Hrói og mæn gott hvað sigurjón.com og lokbrá eiga eftir að trippa yfir þessu!
HAhahahahhaaaaaa!!!!

0 Komment

sunnudagur, maí 15

Kakkalakkar og krútt

Sökum heilaleysis hef ég ekki enn skellt línk á afturgengna bloggarann og nýjasta bloggarann, en hér með skal bætt úr því!
Velkomin aftur Unnur og velkomin Mel, massa kúl að geta fylgst með þér í Kínverjalandi.

Annars er það að frétta að ég er búin að þvo þrjár vélar, er að afþýða ísskápinn, horfa á Dirty Harry með öðru auganu og reyna að læra tvo Joy Division texta utanaf.
Ekki þunn fyrir fimmaura því ég lét ekki gabba mig í fyllerí í gær.
Mikið var reynt og yfirleitt þarf ekki mikið til, hvað þá að gabba mig, en ég var svo þunn að ég gat ekki annað en lagst í sófann með ís og horft á Alan Partridge.
Hló reyndar þynnkuna úr mér næstum því.
Alltaf gaman að sitja ein og grenja úr hlátri.
Undarlegt.

0 Komment

laugardagur, maí 14

Kata kann svo vel að rokka

Sjittíbaba hvað ég er þunn.
Banvæn bolla og hæfileikaleysi í drykkjuleik segir til sín.
Bjóst samt við því þegar ég tapaði í sífellu í teningaleiknum að ég myndi þokkalega drepast á miðnætti, en svo fór samt ekki.
Bara fokkíngs þunn.
Langar í majonesu.
Ætla til Kötu að redda majonesu.

0 Komment

föstudagur, maí 13

Nasisti og fasisti

Vá, samkvæmt þessu prófi er ég bara fokkíngs nasisti og fasisti!
Ég er hálf miður mín.
En mér til varnar þá var ég að tala í símann á meðan ég tók þessa könnun og ekki beint að íhuga spurningarnar og svörin gaumgæfilega, en það er kannski enn verra, að gefa bara skít í allt fyrir eiginhagsmuni.
Gasalega er ég slæm manneskja.


Green


100%

Socialist


100%

Anarchism


92%

Democrat


92%

Communism


50%

Nazi


17%

Fascism


8%

Republican


0%

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?
created with QuizFarm.com

0 Komment

miðvikudagur, maí 11

Sánd og fokkjú

Keiz, ég get sagt fleiri sögur frá tónleikunum á föstudaginn.
Þegar ég mætti í sándtékkið var nebbla kominn nýr hljóðmaður á Grandrokk og hann var actually að snúa tökkunum og að reyna að fá ásættanleg hljóð útúr hátölurunum!
Ég hljóp upp að honum með stjörnur í augunum þegar ég sá og heyrði þessa tilburði hans og spurði Ertu í alvöru að vinna hérna?
Já, svaraði hann feiminn.
Vá, sagði ég, hvenær byrjaðiru?
Í dag, sagði hann og massaði svo sándið.
Var alltaf að hlaupa útum allt til að fiffa og testa og var í alvöru ekki sama um hljóðið.
Aaaaaa (amerískt og allir með!)
Ég trúi því að það sé mér að þakka að þarna hafi verið maður við mixerinn sem vissi útá hvað allir þessir takkar ganga og hvernig hljóð á að hljóma.
Fyrir nokkru var hringt í mig frá Grandrokki og Brúðarbandið beðið um að spila þar.
Ég sagði að við hefðum ekki lyst á því að spila í drullusándinu þarna með hljóðmenn sem ekkert kynnu á takkana sína og væri alveg drullusama.
Og voila!
Gamangamangaman.

Þetta voru annars fyndnir tónleikar.
Óvenjulega mikið um ókeypis bjór svo drykkjan var hömlulaus sem kannski hafði einhver áhrif á spilamennskuna.
En gaman var það. Sérstaklega þegar við Hanoi Jane vorum nýbyrjuð að spila og eeeeldgamall kall kom uppá svið til að gefa okkur fokkjú merki af því að við vorum ekki nógu mikið kántrý fyrir hans smekk.

Nenniggi meir Kata, ég ætla að kíkja til Sunnu.

0 Komment

Blaðr

Ég verð að blogga í snarhasti svo Kata hafi eitthvað að lesa fyrir próf.
Það held ég nú.
Hvað get ég sagt?
Súsúsúsúsú... já. Ég svaf alveg til ellefu í dag og er frekar sátt við það.
Aðeins farið að hægjast á hjá manni í geðveikinni sem hefur verið í gangi síðustu mánuði.
Þegar ég horfi til baka sé ég að ég er töluverður massari.
Hurðu já íbúðarmálin, ég get nú bloggað um það.
Við Benedikt viljum búa í stærri íbúð. Við elskum íbúðina sem ég keypti mér hérna fyrir seytján mánuðum en erum búin að stútfylla hana af drasli sem við tímum ekki að losa okkur við.
Svo er Benedikt svo mikil eldabuska að hann vill stærra eldhús og pláss fyrir frystikistu og svo viljum við aukaherbergi til að láta fólk gista í þegar það kemur frá útlöndum til að spila mússík fyrir okkur.
Eina ráðið er því bara að stækka við okkur.
Reyndum að kaupa draslið við hliðiná okkur til að stækka íbúðina en seljandinn reyndist kolgeðsjúkur og vildi fá einhverjar óraunhæfar milljónir fyrir draslið.
Svo nú er litla sæta íbúðin mín til sölu.
Og við búin að bjóða í aðra.
Allt að gerast.
En ég nenni ekki að skrifa um það.
Og þú veist allt um þetta kvossimer Kata.
Ok, ég pósta þessu og skrifa svo annað.

0 Komment

sunnudagur, maí 8

Af angist og öðrum aðgerðum

Áður en ég segi ykkur frá To do lista dauðans fyrir morgundaginn verð ég að tjá mig um kosti brúðarkjóla.
Ég var nefðninlega að syngja með Hanoi Jane á föstudaginn á Grandrokkinu (ju það er nú önnur, já nei eða tvær aðrar sögur að segja frá því...), en fyrir þá tónleika lenti ég í því sem ég hef aldrei lent í fyrir tónleika með Brúðarbandinu.
Nefbniðnlega spurningin ógurlega: Í hverju á ég að vera? ásótti mig.
Þar sem ég er óreynd í að svara þeirri spurningu á annan hátt en Í brúðarkjól! ákvað ég eftir andartaks angist fyrir framan fataskápinn að skella mér í hauskúpubolinn sjálflýsandi sem ég keypti mér í túristabúð í Savannah.
So spurði ég Benna í grenjutón: jáen í hverju á ég að vera að neðan!?!
Engu, sagði Benni.
Það er ekki smart, sagði ég og batt utaná mig pils hverju Benni brást við með slefi og jaaaái, og baðst ég svo leyfis að vera í buxum innanundir.
Ne sokkabuxum, sagði Benni.
Hvernig lit?
Rauðum.
Ok, sagði ég og málið var leyst.
En niðurstaðan er sumsé sú að brúðarkjólar rúla og hafiði það allir blaðamenn landsins sem ekki fá nóg af spurningunni Okkuru brúðarkjólar?

Og nú að to to lista dauðans:
  • Mæta í próf og massaða.
  • Hjálpa Benna í bankanum
  • GERA TILBOÐ Í ÍBÚÐ!!!
  • Ikea. Auðvitað.
  • Mála eitt gólf
  • Tala við arkitekt um eitthvað
  • Plötubúðir
  • Mæta í vinnu
Þetta verður mass-dagur krakkar.

Já og svo var það kvissið.
Þið eruð að massa það nokkur.
Önnur ekki.
Flestir klikka á Noregi (hef aldrei komið þangað) og svo var það hin ofur tvísýna spurning um fatalitinn. Þeir sem þekkja mig ekki giska oftast á svart, þeir sem þekkja mig lenda í helvítis klemmu á milli rauðs og bleiks en það skal hérmeð opinberast að þó ég eigi mikið af bleikum fötum þá eru þau rauðu fleiri.
Margir héldu líka að ég fyrirliti framsókn meira en kapítalista en það er ekki rétt. Þó margir framsóknarfávitar séu kapítalistar eru þeir það kannski ekki allir og svo eru helvíti margir kapítalistar ekki framsóknarmenn heldur sjálfstæðispakk og þaðanaf verra drasdl.
Þá var ég pizzusendill á vespu í Köben fyrir nokkrum árum og aldrei bílstjóri.
Restin svarar sér sjálf.
Og hafiði það.
Logi, Eygló og Hjördís sigra sumsé þessa keppni og munu hljóta marga bjóra frá keppendunum þremur í neðstu sætunum með 20 stig.
Ef þau hittast einhverntíman.
Og vita af því.
Það held ég nú.

Ju og svo segir sagan að Bedda sé búin að eiga... jjiiiiminn á innsoginu...

0 Komment

þriðjudagur, maí 3

Hanah

Það var snjór á svölunum mínum í morgun.
Ég setti í þvottavél.
Hef eytt töluverðum tíma í að svara kvissum hjá ýmsu fólki sem ég þekki greinilega lítið því ég skora yfirleitt 20-30 stig, nema hjá Óla.
Gerði svo sjálf eitt, gjössovel:

Taktu kvissið mitt!

0 Komment