miðvikudagur, maí 11

Blaðr

Ég verð að blogga í snarhasti svo Kata hafi eitthvað að lesa fyrir próf.
Það held ég nú.
Hvað get ég sagt?
Súsúsúsúsú... já. Ég svaf alveg til ellefu í dag og er frekar sátt við það.
Aðeins farið að hægjast á hjá manni í geðveikinni sem hefur verið í gangi síðustu mánuði.
Þegar ég horfi til baka sé ég að ég er töluverður massari.
Hurðu já íbúðarmálin, ég get nú bloggað um það.
Við Benedikt viljum búa í stærri íbúð. Við elskum íbúðina sem ég keypti mér hérna fyrir seytján mánuðum en erum búin að stútfylla hana af drasli sem við tímum ekki að losa okkur við.
Svo er Benedikt svo mikil eldabuska að hann vill stærra eldhús og pláss fyrir frystikistu og svo viljum við aukaherbergi til að láta fólk gista í þegar það kemur frá útlöndum til að spila mússík fyrir okkur.
Eina ráðið er því bara að stækka við okkur.
Reyndum að kaupa draslið við hliðiná okkur til að stækka íbúðina en seljandinn reyndist kolgeðsjúkur og vildi fá einhverjar óraunhæfar milljónir fyrir draslið.
Svo nú er litla sæta íbúðin mín til sölu.
Og við búin að bjóða í aðra.
Allt að gerast.
En ég nenni ekki að skrifa um það.
Og þú veist allt um þetta kvossimer Kata.
Ok, ég pósta þessu og skrifa svo annað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home