laugardagur, maí 28

Huun Huur Tu í dag

Mæli með því að allir kíki í Smekkleysu plötubúð (undir Bónus á Laugaveginum) í dag klukkan 3.
Hinir klikkuðu mongólar Huun Huur Tu munu barkasyngja þar, hvernig sem þeir nú í fjandanum fara að því.
Ég er hálf miður mín yfir þessum ósköpum.
Sigtryggur Baldurs var að reyna að lýsa þessu í gær og ég óaði bara og jiminnaði á milli þess sem ég tosaði í hálsinn á mér og reyndi að gera barkahljóð.
Þetta verður bilað að sjá og heyra, og í þokkabót mun Nina Nastasia taka með þeim lagið.
Ég hlakka brjálað til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home