Gleðideildin
Joy Divison tribute tónleikarnir voru í gær á Gauknum.
Ég gleymdi auðvitað að auglýsa það hérna, en það kom ekki að sök því hellingur af fólki mætti kvossimer.
Ekki við öðru að búast kannski því margir Joy Division aðdáendur eru til.
Ég var að syngja með Hanoi Jane og var ég að sjálfsögðu best.
Vann þessa keppni með miklum yfirburðarsigri.
Jáneinei.
Þetta var mjög gaman, mikið gaman að heyra svona margar og ólíkar hljómsveitir taka lög Joy Divison eftir sínu nefi.
Skemmtilegast fannst mér band Danny og Mike Pollock, man ekki hvað þeir kalla sig, og mesta gleðistinginn í hjartað fékk ég þegar þeir tóku Bodies-slagarann Where are the Bodies.
Massaflott.
Bodies skipar líka stóran sess í tónlistarhjartanu mínu, en þegar ég var ca 15 ára ákvað ég að hætta í ruglinu og tók allar Madonnu, 5 stars, Duran og Prince plöturnar mínar og fór með þær í Safnarabúðina á Frakkastígnum (já ég veit, sé eftir þeim núna) og skipti á þeim fyrir "almennilega mússík".
Það voru plöturnar "Live in Tokyo" með Bob Dylan og Bodies.
Point of no return.
Ég gleymdi auðvitað að auglýsa það hérna, en það kom ekki að sök því hellingur af fólki mætti kvossimer.
Ekki við öðru að búast kannski því margir Joy Division aðdáendur eru til.
Ég var að syngja með Hanoi Jane og var ég að sjálfsögðu best.
Vann þessa keppni með miklum yfirburðarsigri.
Jáneinei.
Þetta var mjög gaman, mikið gaman að heyra svona margar og ólíkar hljómsveitir taka lög Joy Divison eftir sínu nefi.
Skemmtilegast fannst mér band Danny og Mike Pollock, man ekki hvað þeir kalla sig, og mesta gleðistinginn í hjartað fékk ég þegar þeir tóku Bodies-slagarann Where are the Bodies.
Massaflott.
Bodies skipar líka stóran sess í tónlistarhjartanu mínu, en þegar ég var ca 15 ára ákvað ég að hætta í ruglinu og tók allar Madonnu, 5 stars, Duran og Prince plöturnar mínar og fór með þær í Safnarabúðina á Frakkastígnum (já ég veit, sé eftir þeim núna) og skipti á þeim fyrir "almennilega mússík".
Það voru plöturnar "Live in Tokyo" með Bob Dylan og Bodies.
Point of no return.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home