miðvikudagur, maí 11

Sánd og fokkjú

Keiz, ég get sagt fleiri sögur frá tónleikunum á föstudaginn.
Þegar ég mætti í sándtékkið var nebbla kominn nýr hljóðmaður á Grandrokk og hann var actually að snúa tökkunum og að reyna að fá ásættanleg hljóð útúr hátölurunum!
Ég hljóp upp að honum með stjörnur í augunum þegar ég sá og heyrði þessa tilburði hans og spurði Ertu í alvöru að vinna hérna?
Já, svaraði hann feiminn.
Vá, sagði ég, hvenær byrjaðiru?
Í dag, sagði hann og massaði svo sándið.
Var alltaf að hlaupa útum allt til að fiffa og testa og var í alvöru ekki sama um hljóðið.
Aaaaaa (amerískt og allir með!)
Ég trúi því að það sé mér að þakka að þarna hafi verið maður við mixerinn sem vissi útá hvað allir þessir takkar ganga og hvernig hljóð á að hljóma.
Fyrir nokkru var hringt í mig frá Grandrokki og Brúðarbandið beðið um að spila þar.
Ég sagði að við hefðum ekki lyst á því að spila í drullusándinu þarna með hljóðmenn sem ekkert kynnu á takkana sína og væri alveg drullusama.
Og voila!
Gamangamangaman.

Þetta voru annars fyndnir tónleikar.
Óvenjulega mikið um ókeypis bjór svo drykkjan var hömlulaus sem kannski hafði einhver áhrif á spilamennskuna.
En gaman var það. Sérstaklega þegar við Hanoi Jane vorum nýbyrjuð að spila og eeeeldgamall kall kom uppá svið til að gefa okkur fokkjú merki af því að við vorum ekki nógu mikið kántrý fyrir hans smekk.

Nenniggi meir Kata, ég ætla að kíkja til Sunnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home