mánudagur, maí 26

Skólað

Fór á Akranesið um helgina í árgangspartý sem var mega stuðlegt.
Vorum útí sveit og ég dansaði af mér rassgatið, er líka með hálsríg eftir allt heddbangið.
Hnén eru samt í nokkuð fínu standi þó svo ég hafi hoppað fram af sviðinu og slædað eftir gólfinu við Jump Van Halens.
Góður árangur.

Konráð Ari sýndi líka góða takta í morgun en í dag var hans fyrsti leikskóladagur.
Ég fór með honum og við vorum bara í klukkutíma til að byrja með, Konráð skreið útum allt og hélt þrumu ræður yfir lýðnum, trommaði dótinu í gólfið og knúsaði fóstruna.
Af þessu að dæma ætti þetta ekki að vera honum erfitt.
Frekar mér bara.
Hann er engin mannafæla og er mjög spenntur fyrir öðrum krökkum.
Á morgun verum við líka í klukkutíma en ég á að fara út í korter.

Þetta er rosalegt.

4 Komment

laugardagur, maí 17

Heimska skítapakk Akraness

Mikið er ég fegin að búa ekki lengur á meðal þessara fávita sem búa á Akranesi.
Á umræðuþræði www.akranes.is má lesa fleiri svona hatursfull og heimskuleg innlegg, flest auðvitað undir nafni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem er leiðtogi heimskra og nískra eiginhagsmunaseggja.
Vinkona mín Anna Lára sýnir þó hetjulega takta og reynir að tjónka við þessum fíflum, gvublessana.

Mér fallast bara hendur þegar ég les svona heimsku, þetta finnst að sjálfsögðu líka á barnalandi en við því er kannski bara að búast.
Þar er enginn greinarmunur gerður á flóttamönnum, nýbúum, farandverkamönnum nema sá að það á enga samleið með félópakki.
Ákaflega gáfulegar umræður.

Fólk stendur í raun og veru og gólar upphátt að það vilji ekki hjálpa brotabroti af fólki sem á hvergi heima og á hvorki til hnífs né skeiðar.
Vill ekki sjá það að hjálpa þessu.
Magnús Þór sagði í Kastljósi að það ætti frekar að hjálpa þeim á heimaslóðum.
Sýnir bara hvað hann veit ekkert hvað hann er að tala um, þetta fólk ,,býr" í flóttamannabúðum. Ergo það á hvergi heima.

Djöfull sem þetta heimska pakk gerir mig reiða.

Það á frekar að hjálpa þeim sem hjálparþurfi er heimavið, -- nei ég er hætt núna, er orðin sjóðandibandvitlaus af reiði.

9 Komment

föstudagur, maí 2

ba

Sit uppí sófa og handfjatla b.a. ritgerðina.

3 Komment

miðvikudagur, apríl 30

...

Mér er illa við að borða hjörtu, lifur, heila og nýru.

2 Komment

Sármóðguð og sammála Ilmi

Úr því ég er komin í gang verð ég að bæta því við að ég er 100% sammála Ilmi hér í þessu viðtali, ég tek þessari aumingjagreiðslu frá Reykjavíkurborg sem 100% móðgun.
Hvurn fjandann eigum við að gera við þessar 35 þúsund krónur?
Þær duga skammt fyrir 70 þúsund króna húsnæðisláninu.
Því ekki getur maður unnið pössunarlaust og ekki fær maður atvinnuleysisbætur ef maður er ekki með pössun.
Ég vil bara dagvistun, setjið þessa peninga í dagvistun og hættið þessu bulli.
Það passar engin barn 8 tíma á dag fyrir þennan pening svo foreldrar verða að leggja til á móti, alveg eins og gert er þegar börn eru hjá dagmömmu eða á leikskóla.
Ég get bara ekki séð annað að þurfa að borga þá 100 þúsund kall á móti þessum 35 þúsund kalli fyrir vistunina, alla vega myndi ég ekki nenna að vinna 100% vinnu fyrir minna.
Já ekki einu sinni fyrir það.
Og hver ætti það svosem annars að vera sem myndi passa?
Er borgarstjórn að leggja til að við fáum einhvern til að vinna svart fyrir okkur?

1 Komment

Rok, lær og tjútt

Sjerapp, ég blogga þegar ég vil.

Ég sit inní eldhúsi hjá mömmu uppá Skaga, hún og Konráð eru eitthvað að bauka saman í öðru herbergi og ég er að gera -- ekki neitt!
Dásemd.
Ég var einmitt að væla í Hjördísi sys bara í gærkveldi: Hvenær má maður gera ekki neitt og hanga bara í Mahjong og þurfa ekki að læra???
Hún var sjálf að væla yfir þessu.
Og um leið og við vælum yfir svonalöguðu erum við báðar að skrá okkur í meira nám.
Meira meira meira.

Rokið er í banastuði.
Ætlaði heim í gær eftir að hafa sótt Konráð úr pössun en eftir að hafa séð tvo trukkabílstjóra keyra út í kant hágrenjandi og eitt hjólhýsi í rúst yfir allt Kjalarnesið ákvað ég bara að gista hér þar til veðrið færi að slaka á.
Hef fylgst með samviskusamlega á vegagerdin.is en rokið hefur bara aukist síðan fyrir hádegi.
Ég sem ætlaði að læra svo mikið heima í dag.

Á eftir fekkíngs ferilmöppuna, allt annað er svo gott sem búið.
Fæ ba-ritgerðina úr yfirlestri í kvöld og fínpússa hana og snyrti og kyssi eftir það, prenta svo út og pakka inn og sendi elskuna frá mér.
Ekki bara ég, ég og Rakel.
Við Rakel sem erum búnar að vinna saman upp á dag þessa önn, þegar síminn hennar hringir kippist ég við og ætla að svara. Veit varla lengur hvor er hvað.


Kreisí tæms að ljúka.

Við héldum ráðstefnu í byrjun þessara viku uppí Kennó og það tókst bara afskaplega vel.
Það er sko haugur af ógisla góðum þroskaþjálfum að útskrifast í ár.

Við Rakel kynntum okkar ba-verkefni sem kallast Hver brúar bilið? og fjallar um þjónustu heilsugæslunnar við foreldra sem eignast barn með sérþarfir.
(Freyja Haralds skrifar einmitt sama dag um pælingar í þessum dúr hér).
Held að okkur hafi tekist vel til bara, erum alla vega bara ánægðar með okkur.
Og ánægðar með ritgerðina.
Baráttuandi nema er mikill og vonandi viðhelst hann.
Ég fór í þetta nám til að berjast.

Konráð er að klifra upp um náttbuxaðar lappir mínar - já hann er farinn að rísa upp, kominn með tvær tennur og klappar saman lófunum oga dansar jafnvel við hið minnsta bít, þarf bara að heyra einhvern bursta tennurnar til að byrja að tjútta með.
Núna vill hann blogga, nei nei nei.
Skoðið bara myndir hér.
Tjus.

0 Komment

sunnudagur, mars 23

Málshátturinn

úr egginu mínu var: Af hreinu bergi kemur hreint vatn.

Og ég sem var að koma úr sturtu.

Við Konráð erum uppá Skaga í dekurferð hjá ömmu á meðan pabbinn rokkar fyrir vestan.
Næs.

0 Komment

mánudagur, mars 17

Feisbúkk

Ég þarf að læra alveg geðbilað mikið núna og næstu daga - þar af leiðandi skráði ég mig inná feisbúkk og safna vinum einsog moðerfokker.
Djövull skal ég eignast mikið af vinum.

6 Komment

föstudagur, mars 7

Status


Smá sætt fyrst, svo...

Ég þoli ekki sjónvarpsþætti með öskrandi fólki, múgæst í fótbolta- eða spurningaleikjageðsýki öskrandi, klappandi og stappandi - ég skil öngvan vegin skemmtanagildið í þessu.
Svo eru unglingar náttúrulega ógeðslegir og á ekki að hleypa þeim út á meðal fólks, hvað þá öskrandi í sjónvarpssal.

Svo ég fór í bað.
Lúin í löppunum eftir labb vikunnar.
Lengsta labbið var í dag, lengst og skemmtilegast.
HÍ, Kata á Klapparstíg, Börn náttúrunnar, Bónus og Brennivínsbúðin.
Vagninn var þungur á heimleiðinni en Konráð fann ekki fyrir því, trommaði bara með snuddunni á seríóspakkann sem við tróðum ofaná hann.

Á meðan ég baðaði mig sofnaði Konráð í fanginu á pabbasín í stofunni.
Nú er Benni farinn út að eltast við gítareffekta.
Ég sit í sófanum með sjónvarpið á mute og hlusta á mússík að ofan.
Það er gott að eiga góða granna.

Það er að bandarísk bíómynd að byrja í sjónvarpinu, hún fjallar um ungan mann og þýskan hund sem parast saman í eitthvert verkefni í seinni heimsstyrjöldinni.
Hverjum dettur það í hug að gera bíómynd með þessum söguþræði?
Já og hún er tileinkuð öllum þeim hundum sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni.

Mig grunar að þessi kvikmyndagerðamaður hafi lifað of góðu lífi.

Á morgun verð ég í annarlegu ástandi.

Best að skella með smá myndum af afkæminu.


Að æfa sig í að skríða


Sæti kallinn sem hlær


Lesa blöðin


Vera últramega sætt krútt.

2 Komment