miðvikudagur, apríl 30

Rok, lær og tjútt

Sjerapp, ég blogga þegar ég vil.

Ég sit inní eldhúsi hjá mömmu uppá Skaga, hún og Konráð eru eitthvað að bauka saman í öðru herbergi og ég er að gera -- ekki neitt!
Dásemd.
Ég var einmitt að væla í Hjördísi sys bara í gærkveldi: Hvenær má maður gera ekki neitt og hanga bara í Mahjong og þurfa ekki að læra???
Hún var sjálf að væla yfir þessu.
Og um leið og við vælum yfir svonalöguðu erum við báðar að skrá okkur í meira nám.
Meira meira meira.

Rokið er í banastuði.
Ætlaði heim í gær eftir að hafa sótt Konráð úr pössun en eftir að hafa séð tvo trukkabílstjóra keyra út í kant hágrenjandi og eitt hjólhýsi í rúst yfir allt Kjalarnesið ákvað ég bara að gista hér þar til veðrið færi að slaka á.
Hef fylgst með samviskusamlega á vegagerdin.is en rokið hefur bara aukist síðan fyrir hádegi.
Ég sem ætlaði að læra svo mikið heima í dag.

Á eftir fekkíngs ferilmöppuna, allt annað er svo gott sem búið.
Fæ ba-ritgerðina úr yfirlestri í kvöld og fínpússa hana og snyrti og kyssi eftir það, prenta svo út og pakka inn og sendi elskuna frá mér.
Ekki bara ég, ég og Rakel.
Við Rakel sem erum búnar að vinna saman upp á dag þessa önn, þegar síminn hennar hringir kippist ég við og ætla að svara. Veit varla lengur hvor er hvað.


Kreisí tæms að ljúka.

Við héldum ráðstefnu í byrjun þessara viku uppí Kennó og það tókst bara afskaplega vel.
Það er sko haugur af ógisla góðum þroskaþjálfum að útskrifast í ár.

Við Rakel kynntum okkar ba-verkefni sem kallast Hver brúar bilið? og fjallar um þjónustu heilsugæslunnar við foreldra sem eignast barn með sérþarfir.
(Freyja Haralds skrifar einmitt sama dag um pælingar í þessum dúr hér).
Held að okkur hafi tekist vel til bara, erum alla vega bara ánægðar með okkur.
Og ánægðar með ritgerðina.
Baráttuandi nema er mikill og vonandi viðhelst hann.
Ég fór í þetta nám til að berjast.

Konráð er að klifra upp um náttbuxaðar lappir mínar - já hann er farinn að rísa upp, kominn með tvær tennur og klappar saman lófunum oga dansar jafnvel við hið minnsta bít, þarf bara að heyra einhvern bursta tennurnar til að byrja að tjútta með.
Núna vill hann blogga, nei nei nei.
Skoðið bara myndir hér.
Tjus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home