miðvikudagur, apríl 30

Sármóðguð og sammála Ilmi

Úr því ég er komin í gang verð ég að bæta því við að ég er 100% sammála Ilmi hér í þessu viðtali, ég tek þessari aumingjagreiðslu frá Reykjavíkurborg sem 100% móðgun.
Hvurn fjandann eigum við að gera við þessar 35 þúsund krónur?
Þær duga skammt fyrir 70 þúsund króna húsnæðisláninu.
Því ekki getur maður unnið pössunarlaust og ekki fær maður atvinnuleysisbætur ef maður er ekki með pössun.
Ég vil bara dagvistun, setjið þessa peninga í dagvistun og hættið þessu bulli.
Það passar engin barn 8 tíma á dag fyrir þennan pening svo foreldrar verða að leggja til á móti, alveg eins og gert er þegar börn eru hjá dagmömmu eða á leikskóla.
Ég get bara ekki séð annað að þurfa að borga þá 100 þúsund kall á móti þessum 35 þúsund kalli fyrir vistunina, alla vega myndi ég ekki nenna að vinna 100% vinnu fyrir minna.
Já ekki einu sinni fyrir það.
Og hver ætti það svosem annars að vera sem myndi passa?
Er borgarstjórn að leggja til að við fáum einhvern til að vinna svart fyrir okkur?

1 Comments:

Blogger Berglind Björk Halldórsdóttir said...

Sammála, algjört bullurugl

1:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home