sunnudagur, ágúst 29

Lifi rokkið!

Það er bara heilbrigði í manni þessa helgina.
Vaknað uppúr 9 báða dagana, bruggað kaffi og croissantar bakaðir (frosið deig úr búð), vínillinn spilaður og sængin viðruð á nýja svalahandriðinu.
Há grón öpp is ðatt!

Á föstudaginn var pulsupartý á Dömustöðum og svo heim að horfa á nýja DVD spilarann sem bæ ðe vei er líka karókíspilari!
6999 í Bt.
Samkvæmt lýðræðislegri kosningu verður næsta pulsupartý haldið hér á bæ í september og þá skal sko karókíað: pulsa í einni og mæk í hinni.

Eitthvað annað en síðasta helgi sem fór í spilerí og fyllerí dauðans hér á bæ þegar haldið var reisugilli fyrir nýja svalahandriðið.
Matardiskar og geisladiskar flugu fram af svölunum, menn strippuðu, pissað var á benz, dúettinn Sísí & Kókó tók lagið með píanóleikara Dúmbó og Steina á Miðbarnum, hvar öðrum gítarleikara Skátanna var hent út tvisvar etc etc.

Neineineineinei, nú er bara drukkið vatn og djús og farið í Ikea og massív hillusamstæða keypt (9990), laugardagskveldinu eytt í að raða vínilnum í stafrófsröð í nýju hillurnar, a.m.k. 400 stykki.
Ég held ég verði að læra að sauma svo ég geti sniðið á okkur jogginggalla í stíl.
Þetta er í raun bara hálf ógeðslegt.

0 Komment

fimmtudagur, ágúst 26

Breytingar

Usch, las Ikeabæklinginn spjaldanna á milli og fékk ljótuna á ofur háu stigi eftir það.
Fyrir hönd íbúðarinnar.
Það var alveg hræðilegt.
Fór sem betur fer í vídjóupptöku eftir lesturinn og hresstist all svakalega við það.
Það er gaman að taka upp vídjó krakkar.

En ég er sumsé búin að breyta öllu heima hjá mér núna.

0 Komment

miðvikudagur, ágúst 25

Sweet life!

Víííííí!!!
Ikea listinn var að koma!
Ég ætla að leggjast uppí rúm og skoða hann þangað til ég fer að taka upp fyrsta víddjó Brúðarbandsins.

0 Komment

þriðjudagur, ágúst 24

Mjólk, sokkar og sprengjur.

Hvílík martröð er að vakna og eiga ekki mjólk í kaffið sitt.
Í sturtunni var ég farin að íhuga og skipuleggja innbrot í næstu íbúðir til að næla mér í nokkra mjólkurdropa.
Hefði svo afsakað mig með því að þetta er eiturlyfið mitt.
Og hvað gera eiturlyfjasjúklingar til að mæta þörf sinni?
Þeir brjótast inn og stela.
Alveg solid keis.
Svo þorði ég ekki að brjótast inn.

Ég finn hvergi sokkana mína.
Konungur undirdjúpanna tók af snúrunum í gær og fann uppá einhverjum nýjum geymslustað fyrir fötin mín.
Hann er hins vegar ekki hér til að segja mér frá þessum stað.

Fékk mjög spennandi bréf frá Ístak í gær.
Þeir ætla að sprengja upp húsin við Laugaveg 84-86 og munu verða með flautur og þögn í mínútu og allskonar spennandi seremóníur í kringum þetta, segja að það verði voðaleg læti og allt mun hristast.
Mig langar helst til að taka mér frí næstu daga til að vera heima og ímynda mér að ég sé Anna Frank.

0 Komment

laugardagur, ágúst 21

Óréttlæti heimsins

Er þynnka.
Ég er ekki þunn í dag, enda fékk ég mér bara tvö hvítvínsglös í gær eftir Lú.
Svo vöknuðum við kærustuparið klukkan 9 af sjálfsdáðum og með hugvitsamlegri sálfræði og samningagerð sem ég hef lært af þroskjaþjálfum tókst mér með lipurð að gabba drenginn útí búð að kaupa jógúrt án þess að þurfa að rífast um hver gerði alltaf hvað á þessu heimili.
Sátum svo við svalahurðina og átum dýrindis morgunverð í sólinni.
Þetta langar mig að gera á morgun líka, en helvítis þynnkufyrirbærið á eftir að eyðileggja það fyrir mér.
Aldrei má maður ekki drekka sér neitt án þess að verða refsað fyrir það, hvurslags alheims óréttlæti er það???
Ég sem hlakkaði svo til að byrja í 9-5 vinnu með frí allar helgar er að sjá það núna að þetta er ekkert alveg að gerasig.
Á virku dögunum er mar bara þreyttur á kvöldin og miklar það fyrir sér að fara út í bjór á kvöldin því mar þarf að vakna svo snemma, og svo tímir mar ekki að eyða þessum frídögum um helgar í þynnku.
Þetta þýðir bara eitt: lífið er að drepa rokkið manns.
(ég er nú ekkert hrifin af því að vera að kvóta svona í jesus and mary chain).

Jammjammjammjammjammjammjamm.

Tónleikarnir í gær.
Ég er að spá í að hætta algerlega að fara á svona tónleika.
Alltaf sömu helvítis vonbrigðin með stærðir og smæðir.
Óréttlæti stærðarmismunarins.
STÓRT FÓLK Á AÐ STANDA FYRIR AFTAN LITLA FÓLKIÐ!
Þeim tókst meira að segja að blokkera helvítis skjána sem voru þarna.
Hefði ekki farið nema af því að ég fékk frímiða.
Svo var allt stútfullt af miðaldra hippum sem nú eru komnir í jakkaföt utaná sig og kapítalisma innaní sig, í gær voru þeir komnir í gallabuxur og skyrtu með tvær efstu tölurnar fráhnepptar, geðveikt líbó.
Helvítis pakk.

Nenni ekki þessari menningarnótt heldur, of mikið að gerast útum allt, dagskráin of löng til að ég nenni að lesa hana og svo verður allt stútfullt af úthverfapakki með grenjandi krakka slefandi í eftirdragi.
Ég mæti á mína eigins tónleika og ef skapið verður áfram svona fer ég á Tilfinningatorgið og endurtek þennan pistil með ívið ljótari orðbragði.

0 Komment

föstudagur, ágúst 20

Valkvíði

Sjiii, þarf eiginlega að vera á þremur stöðum frá klukkan sjö til níu í kvöld.
Æfing, grillpartý og Lou Reed gigg.
Aðnskotinn, og mér gengur mjööög illa að púsla þessu saman.
Allt hvort í sínum enda bæjarins.

Held mig hafi dreymt fyrir þessum tremma í nótt.
Í draumalandi var ég nefninlega að fara að gifta mig og það var ekki nóg með að meiköppið væri ómögulegt heldur var jarðarför á sama tíma í kirkjunni og presturinn var að reyna að gera bæði í einu.
Hann var sumsé að reyna að gifta okkur Benna á sama tíma og hann var að jarðsyngja Bíbí bassaleikara Kolrössu krókríðandi.
Svo varð hann geðveikt pissd þegar Elíza tók upp á því að rappa í sæti sínu til að reyna að peppa smá stuð í kirkjuna.

En það sem ég á erfiðast með að skilja er hvurn aaandskotann ég var að gera í moðerfokkíngs kirkju!
Það sannreynir bara hversu súrealískir draumar eru.

0 Komment

Þetta:

Bissí gella frá helvíti, það er hún ég.
Vildi bara koma því á framfæri að Brúðarbandið spilar á menningarnótt, í portinu hjá Oni, Illgresi og Plastikk, klökkan 19:20
Vei!

0 Komment

þriðjudagur, ágúst 17

Hlæ hlæ í kotinu

Híhíhí, ég hef verið að horfa á síðustu Friends seríuna síðustu dagana og bara hlæ hlæ hlæ.
Ég sem hélt að þetta væri bara leiðinleg sería.
En því fer öðru nær, einsog þegar Joey er að tala frönsku.
Þá var sko hlegið í kotinu mínu.
Nú á ég bara tvo síðustu þættina eftir, spólan liggur á stofuborðinu því ég er að spara hana.
Vil ekki að þetta klárist strax.
I iz a looser.
En nú verð ég að setja hana í, Ógeðisþátturinn Já er á Skjá 1 og norsk heimildamynd um fokkíngs bókasöfn (kommon!) á rúv.
Einhverstaðar hafði ég lesið að þar ætti að vera sænskur heimildaþáttur um baltneskar hórur í kvöld svo ég var farin að núa saman höndum yfir æsandi kveldi fyrir framan imbakassan, en þetta var víst bara lygalestur.
Há fokkíng leim er ég?
Er þetta fylgifiskur 9-5 vinnu?
Hangs fyrir framan sjónvarpið?
Ekki getur maður farið á barinn, nema til að sötra appelsín og ég bara geri það ekki.
Mér er hætt að lítast á þessa bliku.
Sjáum nú til hvað ég hangi lengi í dagvinnu.
Og þó...
Það eru hljónstræfingar næstu kvöld og það er nú stuð.
Og maður má alltaf fá sér einn bjór þó mar þurfi að vakna snemma.
Jájá.
Ég hlýt að lifa þetta af.

0 Komment

mánudagur, ágúst 16

Helgin og handrið

Frændi minn lafir fram af svölunum og puðar við að festa á þær nýtt handrið, ég kúri mig hérna inni sveitt og skelfingu lostin því ég er þekkt fyrir ótalmargt annað en að þola við í einhverri hæð.
Ég er búin að óa mikið.

Helgin var stórkoðngsleg.
Útihátíð Brúðarbandsins, Hellishólar 2004, fór vel fram, nokkuð bar á ölvun en engar nauðganir hafa verið tilkynntar.
Samt fannst einn notaður smokkur á gangstígnum á sunnudagsmorgni.
Enginn vildi gangast að eiga hann svo sú ákvörðun var tekin að senda hann til Noregs í DNA-rannsókn.
Bíðum öll spennt eftir niðurstöðunni.
Planið var að fara í rafting, hestbak, golf, badminton, sund og blíblíbla auk þess að spila mússík og syngja í karókí.
En við náðum bara að drekka ótæpilega, spila mússík og syngja í karókí.
Mikið.
Fökkíngs gaman.
Hljómsveitin Viðurstyggð tók þátt og mun spila með okkur aftur í höfuðborginni áður en langt um líður.
Hlakkið til.

Ju, svalirnar eru tilbúnar!

0 Komment

föstudagur, ágúst 13

Föstudagur

Juhú!
Þegar mar vinnur sona 9-4 á virkum dögum fer mar að meta helgarfrí miklu meira.
En saknar auðvitað fimmtudagsfylleríanna.
Þessi helgi verður nú alveg milljón.
Ætla á æfingu á eftir og drekka svo oggulítinn bjór heima til að sobbna betur.
Á morgun skelli ég mér svo á útihátíð Brúðarbandsins, HH 2004!
Þar verður grillað og raftað og drukkið og dansað og spilað og sungið og hlegið og slegið sér á lær og tær, engar flær, enginn bær, ég verð alveg ær.
Kannski hitti ég líka einhverja ær.
Vonandi lömb.
Love them lambs you know.
Love, love, love.

0 Komment

fimmtudagur, ágúst 12

Kaavaah!

Hvað er að gerast hérna í borginni?
Hvaða pilsklæddu treflaberandi sönglandi enskumælandi loðinlappa kyssa-stelpur-útá-götuhornum gólandi og gargandi menn eru þetta útum allt???
Ha?

0 Komment

miðvikudagur, ágúst 11

Neineinei

Enginn ís enn sem komið er.
Hef bara ekki haft tíma til þess.
Skakklappaðist með hjólastól um Elliðaárdalinn til fjegur og fór þá að kaupa ál uppá höfða. Þaðan fór ég á fund á Arnarhóli klukkan fimm þar sem mikilvægar ákvarðanir varðandi helgina og "leynilegu" útihátíð Brúðarbandsins voru ræddar og teknar.
Þaðan aftur uppá Höfða og nú í blikksmiðju til að pússa nýja svalahandriðið mitt sem nýbúið var að bræða saman.
Jáh, bráðum verð ég komin með gloríust fallegt svalahandrið!
Þá verður fólk ekki lengur hrætt við svalirnar mínar.
Fór svo úr blikkinu á spítalann að heimsækja hetjuna hann frænda minn, einn skærasta sólargeisla þessara jarðar.
Ég veit að heimurinn er vondur, en ef hann frændi minn á að lenda í einhverju meira mótlæti ... tjah, þá er hann alvondur.
Andskothinn hafiða
*steiti hnefa mót alheiminum*

Kannski ég fari og prufi nýja bananaísinn í Snælandi.

0 Komment

Jájájá

Aðnskotih er gott veður.
Ég lofa því að fá mér ís á einhverjum tímapunkti í dag.

0 Komment

mánudagur, ágúst 9

Sko mig!

Ég var að sjóða kartöflur og tókst einhvernvegin að brenna þær við!
Allt vatn gufað upp.
Ég segi bara: Ungfrú til hamingju!
Og svo segi ég: Takk kærlega!

0 Komment

sunnudagur, ágúst 8

Á skallarassgatinu

Fann þetta orðtak hjá henni, ásamt nánari útlistunum um merkingu þess.
Og þannig var ég í gær.
Sérstaklega passar þessi lýsing við:
hefur umsjónarmaður einkum heyrt það notað af konum sem misst hafa stjórn á áfengisneyslu sinni á einhverjum tímapunkti lífsins og kunna ekki að skammast sín.
Við vorum nebbla með bollu, og þegar ég kemst í bollu endar það alltaf með ósköpum.
Og þessi bolla var extra spes því í henni voru nokkrir sítrónubitar og sá/sú sem fékk sítrónubita vann milljón.
Ég nældi mér í fjórar milljónir.
Eða fimm.
Man ekki alveg hvernig þetta var undir restina sko.
Svo reyndi ég að skrölta á Sirkus en náði ekki að kynnast þessum nýja dyraverði sem betur fer (nánari útlistanir hér), því þegar ég var komin að húsinu vildi ég allt í einu bara fara heim að æla.
Og gerði það af stakri list.
HAHAHAHAHAHAAAA!!!!

0 Komment

laugardagur, ágúst 7

Stundum

er letin baraðnstað alveg að drepa mig.
En í dag þarf ég að sigrast á henni einhvernvegin því ég er búin að lofa mér í hommalabb í dag og partýhald í kveld.
Þarf að arransera holunni og henda út húsgögnum svo fólkið komist fyrir, en það versta er samt vitneskjan um morgundaginn: þá verð ég þunn og þarf að skúra og taka til, ná í húsgögnin og setja á sinn stað og setja í a.m.k. tvær þvottavélar!
Ég er að tryllast við þessa tilhugsun.

0 Komment

miðvikudagur, ágúst 4

Ha?

Hvað ætlaði morðingi Sri að græða á að vísa á vitlausan stað líksins?
Afhverju eru sumarfrí ekki lengri?
Hvar er draumurinn?

0 Komment