Lifi rokkið!
Vaknað uppúr 9 báða dagana, bruggað kaffi og croissantar bakaðir (frosið deig úr búð), vínillinn spilaður og sængin viðruð á nýja svalahandriðinu.
Há grón öpp is ðatt!
Á föstudaginn var pulsupartý á Dömustöðum og svo heim að horfa á nýja DVD spilarann sem bæ ðe vei er líka karókíspilari!
6999 í Bt.
Samkvæmt lýðræðislegri kosningu verður næsta pulsupartý haldið hér á bæ í september og þá skal sko karókíað: pulsa í einni og mæk í hinni.
Eitthvað annað en síðasta helgi sem fór í spilerí og fyllerí dauðans hér á bæ þegar haldið var reisugilli fyrir nýja svalahandriðið.
Matardiskar og geisladiskar flugu fram af svölunum, menn strippuðu, pissað var á benz, dúettinn Sísí & Kókó tók lagið með píanóleikara Dúmbó og Steina á Miðbarnum, hvar öðrum gítarleikara Skátanna var hent út tvisvar etc etc.
Neineineineinei, nú er bara drukkið vatn og djús og farið í Ikea og massív hillusamstæða keypt (9990), laugardagskveldinu eytt í að raða vínilnum í stafrófsröð í nýju hillurnar, a.m.k. 400 stykki.
Ég held ég verði að læra að sauma svo ég geti sniðið á okkur jogginggalla í stíl.
Þetta er í raun bara hálf ógeðslegt.