sunnudagur, ágúst 8

Á skallarassgatinu

Fann þetta orðtak hjá henni, ásamt nánari útlistunum um merkingu þess.
Og þannig var ég í gær.
Sérstaklega passar þessi lýsing við:
hefur umsjónarmaður einkum heyrt það notað af konum sem misst hafa stjórn á áfengisneyslu sinni á einhverjum tímapunkti lífsins og kunna ekki að skammast sín.
Við vorum nebbla með bollu, og þegar ég kemst í bollu endar það alltaf með ósköpum.
Og þessi bolla var extra spes því í henni voru nokkrir sítrónubitar og sá/sú sem fékk sítrónubita vann milljón.
Ég nældi mér í fjórar milljónir.
Eða fimm.
Man ekki alveg hvernig þetta var undir restina sko.
Svo reyndi ég að skrölta á Sirkus en náði ekki að kynnast þessum nýja dyraverði sem betur fer (nánari útlistanir hér), því þegar ég var komin að húsinu vildi ég allt í einu bara fara heim að æla.
Og gerði það af stakri list.
HAHAHAHAHAHAAAA!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home