Status
Smá sætt fyrst, svo...
Ég þoli ekki sjónvarpsþætti með öskrandi fólki, múgæst í fótbolta- eða spurningaleikjageðsýki öskrandi, klappandi og stappandi - ég skil öngvan vegin skemmtanagildið í þessu.
Svo eru unglingar náttúrulega ógeðslegir og á ekki að hleypa þeim út á meðal fólks, hvað þá öskrandi í sjónvarpssal.
Svo ég fór í bað.
Lúin í löppunum eftir labb vikunnar.
Lengsta labbið var í dag, lengst og skemmtilegast.
HÍ, Kata á Klapparstíg, Börn náttúrunnar, Bónus og Brennivínsbúðin.
Vagninn var þungur á heimleiðinni en Konráð fann ekki fyrir því, trommaði bara með snuddunni á seríóspakkann sem við tróðum ofaná hann.
Á meðan ég baðaði mig sofnaði Konráð í fanginu á pabbasín í stofunni.
Nú er Benni farinn út að eltast við gítareffekta.
Ég sit í sófanum með sjónvarpið á mute og hlusta á mússík að ofan.
Það er gott að eiga góða granna.
Það er að bandarísk bíómynd að byrja í sjónvarpinu, hún fjallar um ungan mann og þýskan hund sem parast saman í eitthvert verkefni í seinni heimsstyrjöldinni.
Hverjum dettur það í hug að gera bíómynd með þessum söguþræði?
Já og hún er tileinkuð öllum þeim hundum sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni.
Mig grunar að þessi kvikmyndagerðamaður hafi lifað of góðu lífi.
Á morgun verð ég í annarlegu ástandi.
Best að skella með smá myndum af afkæminu.
Að æfa sig í að skríða
Sæti kallinn sem hlær
Lesa blöðin
Vera últramega sætt krútt.
2 Comments:
Sonur þinn er svo hræðilega sætur að ég stal neðstu myndinni af honum og setti hana sem background á tölvuskjáinn minn, eftirleiðis mun ég meira að segja brosa þegar ég millifæri peningana mína til að borga reikninga.
Valtýr/Elvis2
Hann verður glæsilegri með hverjum deginum, drengurinn!
Þessi mynd sem þú varst að tala um var alveg hræðilega fyndin stríðsmynd, þar sem enginn meiddi sig, varla að nokkur þyrfti plástur, hvað þá meira. Hvað var þessi hundur svo eiginlega að þvælast?
Unglingagargið er leiðinlegt, heyr, heyr. Samt hátíð miðað við "skemmti"atriðin þeirra, sem keyra annars spennandi þátt "to a screeching halt".
Skrifa ummæli
<< Home