laugardagur, nóvember 25

Fyrirlitlegir flísarar

Vá, gaurarnir hjá Flísatækni ákváðu að virða mig að engu.
Vona að engir eigi eftir að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki því eigendur þess bera ekki virðingu fyrir fólki.
Eftir að ég lýsti yfir vanþóknun minni á að textinn minn væri notaður í auglýsingu fyrir fyrirtæki þeirra og þeir tóku það ekki út, ákvað ég að breyta færslunni þannig að hún yrði ekki lengur notuð í leyfisleysi sem auglýsing.
Ég bara sem ekki texta fyrir auglýsingar, sorry.

Í fyrstu þegar þeir bara vísuðu á söguna mína þar sem hún var á vefnum mínum gat ég í raun ekkert gert nema lýsa yfir vanþóknun minni og vonað að þeir gætu virt skoðanir mínar sem og þá staðreynd að neðst á síðunni stendur Blog contents copyright © 2004 Sísí sem þýðir að ég á þennan texta og enginn má nota hann án míns leyfis.

En í dag þegar ég hef tekið færsluna út eru þeir í raun búnir að stela textanum mínum og birta hann í pop-up glugga sem .jpeg
Hversu fyrirlitlegt er það?

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Farðu í mál og hafðu af þeim milljónir!!

4:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæpamenn!

7:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er persónulega búin að vera með borgaralega óhlýðni í garð umrædds fyrirtækis með því að kjósa í könnuninni þeirra. Ég sagði að þetta gætu allir og vil ég hvetja alla lesendur síðunnar um að gera það sama.

Fyrir utan það að þeir stafsetja framkvæma með h-i. Framhvæma... hvað er nú það....

9:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Berjum þí í klessu!

1:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta finnst mér lúalegt og er nokkuð viss um að þetta stangast á við lög. Bölvaðir drullusokkar eru þetta.

2:22 e.h.  
Blogger Sigga said...

Einmitt mjög lúalegt.
Gleymdi að nefna líka að í glugganum undir textanum mínum er búið að stroka út nafnið mitt þannig að þar stendur bara posted by at 16:21.
Mjög leim.
Og ekki sjá þeir sóma sinn í svara tölvupóstinum sem ég skrifaði þeim heldur monta sig af svínaríinu hér: http://bloody.hell.is/viewtopic.php?t=1313

5:29 e.h.  
Blogger Sigga said...

Jú nú fékk ég bréf og montsíðan er nú læst og textinn minn ekki lengur auglýsing og allir eru góðir.
Aaaahhh...

10:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home