Tengsl
Fjúkk, ég hélt ég væri að deyja en þá kom Anonymous Óli og bjargaði lífi mínu.
Nágrannar mínir hafa nefninlega tekið upp mjög svo þrælfúlan sið sem gengur útá það að klippa í sundur símalínuna mína einu sinni á ári.
Svo ég var internetlaus, sumsé í öngvu sambandi við umheiminn og alheiminn, í heila tvo sólarhringa og þjáðist af gríðarlegum fráhvörfum og tilvistarkreppu.
En svo hringdi ég í Anonymous Óla þegar hann var að kúka og hann féllst á að púsla saman snúrunum og hljóta að launum máltíð og skutl á æfingu.
Gvuð blessann.
Skutl já, ég sagði skutl.
Mín kæra móðir lánaði mér nefninlega bílinn sinn af því að núna er ég yfirmaður og yfirmenn þurfa að vera á bíl.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk bílinn var að telja allar flöskur og dósir í geymslunni og selja Sorpu þær. Ágóðann notaði ég svo í mínu ástkæra Ikea sem ég hef ekki heimsótt í örugglega þrjá mánuði!
Keypti mér kerti.
Passaði mig á tvennu:
a) að kaupa ekki fyrir meira en ég fékk úr Sorpu og
b) að kaupa ekkert sem er þungt að flytja.
Stefni að því að brenna upp kertin á næstu 2-3 vikum.
Get ekki beðið eftir að flytja.
Hlakka svo til að rápa á milli herbergja, að setja í þvottavél án þess að hlaupa niður 5 hæðir, að raða í nýja íbúð, að geta bara lokað inní herbergi ef það er drasl, að HAFA SVO FOKKÍNGS MIKIÐ PLÁSS UNDIR ALLT HELVÍTIS DRASLIÐ!
Tugir vina okkar hafa boðist til að hjálpa til við að mála.
Enginn hefur boðist til að hjálpa til við að flytja.
Nágrannar mínir hafa nefninlega tekið upp mjög svo þrælfúlan sið sem gengur útá það að klippa í sundur símalínuna mína einu sinni á ári.
Svo ég var internetlaus, sumsé í öngvu sambandi við umheiminn og alheiminn, í heila tvo sólarhringa og þjáðist af gríðarlegum fráhvörfum og tilvistarkreppu.
En svo hringdi ég í Anonymous Óla þegar hann var að kúka og hann féllst á að púsla saman snúrunum og hljóta að launum máltíð og skutl á æfingu.
Gvuð blessann.
Skutl já, ég sagði skutl.
Mín kæra móðir lánaði mér nefninlega bílinn sinn af því að núna er ég yfirmaður og yfirmenn þurfa að vera á bíl.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk bílinn var að telja allar flöskur og dósir í geymslunni og selja Sorpu þær. Ágóðann notaði ég svo í mínu ástkæra Ikea sem ég hef ekki heimsótt í örugglega þrjá mánuði!
Keypti mér kerti.
Passaði mig á tvennu:
a) að kaupa ekki fyrir meira en ég fékk úr Sorpu og
b) að kaupa ekkert sem er þungt að flytja.
Stefni að því að brenna upp kertin á næstu 2-3 vikum.
Get ekki beðið eftir að flytja.
Hlakka svo til að rápa á milli herbergja, að setja í þvottavél án þess að hlaupa niður 5 hæðir, að raða í nýja íbúð, að geta bara lokað inní herbergi ef það er drasl, að HAFA SVO FOKKÍNGS MIKIÐ PLÁSS UNDIR ALLT HELVÍTIS DRASLIÐ!
Tugir vina okkar hafa boðist til að hjálpa til við að mála.
Enginn hefur boðist til að hjálpa til við að flytja.
8 Comments:
Segðu bara hvenær og ég mæti.Logi
Skó ég er búin að mála nóg fyrir næstu tíu árin en ég skal alveg hjálpa til við að flytja:)
Anonymous Óli þykist vera til í svona flutninga eitthvað. Bróðir hans á nebbla askoti fínan burra sen hægt væri að redda með þokkalegum fyrirvara...en það er víst bannað að aka fullur þannig að "ekkert stress vina, við reddum þessu"!
Ooooo, takk elskurnar :)
Um að gera að safna sem flestum þannig að hver og einn þurfi bara að bera einn hlut.
Jei!
Já! Eða myndum svona keðju frá Laugaveginum á Þorfinn og látum hlutina ykkar ganga! Já, oh þasso gaman að fá svona góðar hugmyndir.
hey, langt síðan ég hef séð þig
og hvenær verða eiga þessir flutningar að eiga sér stað?
Já long time hel... en ég lofa að ég verð tvistandi útum allan bæ um helgina, bleeendföll, sjáumst þá kannski.
Flutningar elín munu eiga sér stað á meðan þú verður í einglandi og ekki halda að ég viti ekki að þið ákváðuð öll að flýja land bara til að hjálpa mér ekki að flytja!
Skrifa ummæli
<< Home