Heyrnalaus og netlaus en með nóg af rettum.
Ég ætlaði að hætta að reykja í gær af því að ég er svo kefuð að horið er komið í eyrun á mér.
Það gekk vel allan gærdaginn.
Um kvöldið uppgötvaði ég að gaurinn á neðri hæðinni var búinn að rífa í sundur símalínuna mína svo ég var sambandslaus við umheiminn.
Maður tæklar ekkert kött á tvær fíknir í einu.
Klukkan hálf þrjú í nótt reif ég höndina útúr kjaftinum á mér og flaug útí BSÍ til að kaupa mér sígó.
Eftir reykinn settist ég fyrir framan tölvuna og hugsaði um það hversu worthless hún væri svona nettengingarlaus.
Fékk mér svo meiri sígó.
Dagurinn í dag var svipaður.
Ég gat ekki gert neitt af því að ég komst ekki á netið og missti hálfpartinn lífsviljann.
Klukkan 18 var allt komið í lag og þá fyrst gat ég valhoppað útí Bónus að kaupa kartöflur og Betty Crocker.
Og þegar heim var komið töfraði ég fram plokkara með mínum magísku höndum, og við erum að tala um það að þetta var besti plokkari sem ég hef nokkurn tíman gert eða smakkað.
Hellingur af hvítlauk.
Hann verður ekki svikinn sá sem fær mig.
Ég er líka mikið búin að hugsa um laugardagskvöldið.
Mikið ofboðslega rosalega var gaman að spila!
Og viðtökurnar voru frábærar líka, sérstaklega þegar við tókum Sætar stelpur.
Eignuðumst fleiri grúppíur og það var gaman að sjá fullt af fólki í Brúðarbandsbolum.
Verðum að koma næstu tónleikum á hreint.
Þangað til erum við í Mósaík á morgun og innan skamms verða komin tóndæmi á heimasíðuna, þökk sé snilla Bre.
Það gekk vel allan gærdaginn.
Um kvöldið uppgötvaði ég að gaurinn á neðri hæðinni var búinn að rífa í sundur símalínuna mína svo ég var sambandslaus við umheiminn.
Maður tæklar ekkert kött á tvær fíknir í einu.
Klukkan hálf þrjú í nótt reif ég höndina útúr kjaftinum á mér og flaug útí BSÍ til að kaupa mér sígó.
Eftir reykinn settist ég fyrir framan tölvuna og hugsaði um það hversu worthless hún væri svona nettengingarlaus.
Fékk mér svo meiri sígó.
Dagurinn í dag var svipaður.
Ég gat ekki gert neitt af því að ég komst ekki á netið og missti hálfpartinn lífsviljann.
Klukkan 18 var allt komið í lag og þá fyrst gat ég valhoppað útí Bónus að kaupa kartöflur og Betty Crocker.
Og þegar heim var komið töfraði ég fram plokkara með mínum magísku höndum, og við erum að tala um það að þetta var besti plokkari sem ég hef nokkurn tíman gert eða smakkað.
Hellingur af hvítlauk.
Hann verður ekki svikinn sá sem fær mig.
Ég er líka mikið búin að hugsa um laugardagskvöldið.
Mikið ofboðslega rosalega var gaman að spila!
Og viðtökurnar voru frábærar líka, sérstaklega þegar við tókum Sætar stelpur.
Eignuðumst fleiri grúppíur og það var gaman að sjá fullt af fólki í Brúðarbandsbolum.
Verðum að koma næstu tónleikum á hreint.
Þangað til erum við í Mósaík á morgun og innan skamms verða komin tóndæmi á heimasíðuna, þökk sé snilla Bre.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home