mánudagur, maí 23

Leyndarmálið

er ekki lengur leyndarmál, þ.e. þar sem þetta verður gert opinbert á næstu dögum er alltílæ að ég ljóstri því upp hvað ég var að eipa yfir hérna.
Sonic Youth óskaði eftir því að Brúðarbandið myndi hita upp fyrir sig á tónleikunum í Nasa í ágúst!

Sjálfastur Thurston Moore bað um okkur!

Þar sem við vorum með hljóðmann þeirra úti í Svíþjóð og gáfum honum diskinn okkar geri ég ráð fyrir því að hann hafi mælt með okkur og leyft Thurston að heyra diskinn okkar.

Þetta er bara hápunktur allra hápunktna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home