sunnudagur, febrúar 24



Við Konráð sitjum við eldhúsborðið og höfum haft það ágætlega kósí með hafragraut með eplamauk, ég ætlaði að nota tækifærið og koma með fréttir af okkur hingað en þá er hann auðvitað búinn að missa þolinmæðina.
Gá hvort hann unir sér með vatnspela og bleika tösku svona rétt á meðan ég klára þetta.

Því jú Alda mín það er alltaf eitthvað sosum að frétta.
Afmælið átti ég á mánudaginn en það fór bara í veikindastúss, Herra Konráð Bjé tók að veikjast um nóttina svo við sváfum ekki mikið, enduðum svo á læknavaktinni seinnipartinn í hóp við fimmtíu aðra sjúklinga sem ekki voru allir jafn ánægðir með að bíða í rúman klukkutíma eftir að fá að hitta lækninn.
Okkar maður með bullandi hita, raddlaus og hóstandi með slef sat í fanginu á mömmusín tautandi og sönglandi inn á milli sem hann daðraði við pólskan strák.
Brosti svo bara við lækninum sem sjúkdómsgreindi bronkítis.

Vikan leið svo með hita og hósta, svo tók ég við, Konráð er kominn niður í tvær kommur og röddin fín en ég er slefandi, snýtandi og hóstandi með hausverk og þori ekki að gá hvað mikinn hita.
Má ekkert vera að því að vera veik.
Og nenni ekki að skrifa meir svo hér fáiði bara myndir:

Kominn í súperman gallann frá Sollu


Í stuði með Sólrúnu frænku


Að borða vöfflur hjá ömmu Laugu


Sætir saman Konráð og Ísleifur


Og í göngugrindinni sinni góðu


Og svona var hann sætur í gærkveldi að leika sér með astmapokadraslið.

7 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Úff, veikindi sökka feitt, vonandi lendum við sem minnst í þessu!

Heyrði í þér syngja (öskra?) bakraddir í einhverju Akranes-bandi (ca. 1989) í "Snældum" Drs. Gunna í gær.

Skemmtilegt, sérstaklega þar sem við Gunna vorum í sunnudagsbíltúr á Akranesi einmitt þá!

1:57 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ji en smart, ég ætla að hlusta á endurtekninguna í kvöld.
Þetta var skilst mér hljómsveitin Fyrirbæri sem í voru líka Sunna, Ásgeir Eyþórs sem er á Rás 2 núna, Þórhallur sem var lengst af í Músík og myndir en nú í 12 tónum í Köben, Anna Halldórs tónlistarkona, Þóroddur mynlistargaur og Siggi Már Orrabróðir. Og Gulli Einars líka. Man ekki meir...
Ógisla skemmtilegt band.

3:51 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ji nei nú er ég andvaka útaf ruglinu - Þórhallur og Siggi voru ekkert í Fyrirbæri, þeir voru í Ghost of troubled Joe sem tók þátt sama kvöld í sömu keppni.
En það voru fleiri í bandinu samt... jisús hvað það er langt síðan...
ég er farin að sofa.

2:54 f.h.  
Blogger Alda Rose said...

æi greyin ykkar. ég er glöð að hann er orðinn hraustur aftur. Vá hann og Ísleifur, alveg double whammy!! trúi ekki hvað þeir eru báðir orðnir stórir, sitjandi og eitthva rugl. ER smá fúl samt því ég missti af þessu mega hjálparlausa skeiði sem þeir eru hálfblindir og vitlausir. Ég sé þá líklegast þegar þeir eru orðnir 15 ára.
xo

4:37 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Vonandi eruð þið mæðgin orðin hress ;)
Knússss

11:35 f.h.  
Blogger Ljúfa said...

Algjör rófa þessi strákur.

Til hamingju með afmælið og innflutninginn.

2:57 e.h.  
Blogger Sigga said...

Já takk allar, hressleikinn er að skríða inn. Konráð er batnað og ég á bara eftir að snýta restinni út og þá er þetta veikindastúss búið.
Jeeeiiii!!!

9:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home