laugardagur, febrúar 2

Innflutningur

Þá eru fjórar kökur tilbúnar en ég er að hugsa um að sletta í eitt form enn, held að kókoskakan eigi nefninlega eftir að slá í gegn svo þá er best að eiga tvær.
Vantar bara smá flórsykur en guvsélov fyrir Bónus því þeir voru að flytja í hverfið.
Ég þarf samt enga rútu heldur skokka bara.
Enda bý ég ekki á Seltjarnarnesi.
Svo er bara að smyrja nokkrar brauðrúllur og sletta nokkrum vöfflum og þeyta rjóma og þá er þetta komið.

Það er innflutningspartý í dag; kaffo meððí í dagsbirtunni og skríplagos eftir myrkur.
Öllum velunnurum er velkomið að kíkja við, við og við, við verðum í stuði.

6 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Sjitt, hvað þetta partí var GEEEÐVEIKT!

Takk æðislega fyrir síðast!

12:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ji hvað ég er sammála Óskari. Þetta var geeeeeðveikt. Er meir að segja með partýmeiðls, var að dansa við Jump og hélt að ég væri eins liðug og David Lee Roth. En nei. Það er ég nú ekki.
Geeðveikt partý, dýrin ykkar.

11:51 f.h.  
Blogger Sigga said...

játakk sömuleiðis, ég er einmitt með gígantískar harðsperrur eftir innlifun í tvistið.

12:21 e.h.  
Blogger Edilonian said...

Hæ Sigga, áttir þú ekki afmæli í gær??
ég veit ekki af hverju ég man það, en þú ert allavega ein af mörgum sem ég þekki sem eiga afmæli þennan dag:-o
Allavega til hamingju:o)

og já takk fyrir boðið í innflutninginn, ég bara komst ekki og lét bara ekkert vita og ekki neitt. Dóni!

12:15 e.h.  
Blogger Sigga said...

Jú það er rétt ég átti afmæli 18. feb eins og Arnar Eggert og Yoko Ono :)

12:24 f.h.  
Blogger Alda Rose said...

til hamingju med ammilid. og fardu ad blogga kona, er ekkert ad gerast?

3:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home