sunnudagur, janúar 27

Sunnudagsble

Tölti út í Europris í gær og keypti mér blá gúmmístígvél.
Á þeim er gaman að skjótast í þvottahúsið.
Það var hinsvegar þrautinni þyngra að komast í búðina með barnavagn, hringtorgið þarna við enda Vesturgötu er að öllum líkindum gangbrautarlaust, a.m.k. er ekki mokað þar fyrir fótgangandi.
Skrifaði borgarstjóra harðort bréf í huganum á meðan ég barðist um í torfærunum en hætti því þegar orðaforðinn sæmdi ekki siðprúðri móður lengur.

Í dag óðum við yfir á Hringbraut í kaffi og pönnukökur, ég gleymdi að fara í stígvélunum og Benni á engin og urðum við því vel blaut í fæturna.
Það væsti hins vegar ekki um Konráð í torfæruvagninum sínum.

Hann þeystist annars um gólfin í göngugrindinni sinni, það ku ekki vera smart í dag að setja börn í göngugrinddur en ég segi bara fokkjú við því.
Hann hefur svo ógurlega gaman af þessu og ég trúi því ekki að nokkrar mínútur á dag skaði hann.
Þoli yfirleitt ekki svona hreintrúarfasisma um það sem á að vera gott og best og heilbrigðast og allt hitt óholt.
Kann ekki einu sinni að tjá mig um þetta.
Er líka mjög mótsagnakennd í orði og verki.
Það sem ég er að reyna að segja er að ég þoli ekki svona hippa sem tala gegn göngugrindum, sykri og fötum úr Rúmfatalagernum af því það er svo óvistvænt og ólífrænt og óholt og ekki rétt og blí og bla og friður.
Samtímis baka ég sykurlaust kex fyrir Konráð, er með samviskubit yfir göngugrindinni og kaupi rándýr ullar- og silkiföt á krakkagemlinginn af því það á að vera svo gott.

Jisúsminn, var að tína batterí útúr barninu!
Tíminn flýgur...

4 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

já og batterí eru VÍST holl!

9:10 e.h.  
Blogger Alda Rose said...

read ya kiddo, sammála útí eitt. Mér fer bara að hita að innan við þessar göngugrindarumræður. Hippar sko!!! Fullkomnu mömmurnar eru allt í kringum mig hérna í Berkeley. ég er eins og alger satan því ég leyfi Mána að fara stundum í Playstation, sem hann hefur gaman af og ávinnur sér þau réttindi og má líka nefna að allir leikir eru ekki eingöngu að plaffa lið, heldur margir líka lærdómsríkir. Svei segi ég. ég þarf víst að halda áfram með þetta á mínu bloggi.
Enn það er ekki hægt að gera allt rétt, það hef ég þó lært síðustu 9 árin sem ekki fullkomin mamma. Það er alltilæ líka að leyfa börnunum sínum líka smá ánægju öðru hvoru og vera ekki uptight bitch skiluru. OG ÉG ER STOLT AÐ SEGJA, VIÐ BORÐUM COCO PUFFS Á MORGNANA.

Meiri Power til Siggu

9:42 e.h.  
Blogger Sigga said...

Já ég er viss um að batteríin eru mjög holl!

Takk fyrir stuðninginn!

Það er reyndar enginn að böggast í mér nema ég sjálf, öllum öðrum finnst ég frábær mamma og barnið mitt frábært barn... alla vega neita ég að heyra neitt annað.

En svo les ég bara t.d. á Lýðheilsustöð allskonar bull um ,,heilsusamlegt" og ,,hollt" og ,,gott" og aðra eins þvælu og fer í geðveikar pælingar og innri rifrildi.

I loves Coco puffs.

10:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

batterí eða sykurlaust kex?
gefðu barninu að borða kringlu

3:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home