mánudagur, janúar 28

Mánudagsble

Já nú skal sko bloggað þó svo ekkert spes sé að gerast.
Hápunktur dagsins hingað til var þegar við Konráð lögðumst uppí rúm í drekkutímanum og horfðum saman útum gluggann á trén og snjókornin.
Það var nú fallegt og væri nú við hæfi að sýna af því myndirnar sem ég tók.
En við vitum öll af hverju þær fylgja ekki frásögninni.

Ég er að geðbilast útaf þessari snúru, hef meiri áhyggjur af hvar hún er en af framvindu(leysi) ba-ritgerðarinnar.
Skiiiiiilekki hvað varð um hana.

Keypti rauða eldhúsklukku á græna vegginn.
Gæti sýnt ykkur hana ef...

Ég er hætt.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmm...geturðu ekki tekið kortið úr myndavélinni og sett það í þar til gerða rauf á tölvunni? Ég geri þa. Nenni ekki snúrum.

5:41 e.h.  
Blogger Ingimar said...

Ert þú ekki að skrifa BEd ritgerð? Og ekki vildi ég fá áminningu um þetta. Þarf að fara að koma mér aftur í gang með mína svona áður en þeir skella mastergráðukröfu á þetta drasl.

6:07 e.h.  
Blogger Sigga said...

Nei þroskó er ba af einhverjum ástæðum.
Og sorrí að ég minnti þig á þetta, hehehe.

Sunna - jeeminn... hef ekki spáð í því... veit ekki einu sinni um þetta kort...
Best að rífa myndavélina í sundur

6:52 e.h.  
Blogger Sigga said...

Sunna ég fann gat á tölvunni sem ég get troðið kortinu í en það gerist ekkert við það.
Ætti ekki einhver gluggi að opnast og bjóða mér eitthvað dýrðlegt?

8:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home