fimmtudagur, janúar 31

Fimmtudagsble

Jæja bloggedí blogg, ég ætla að halda áfram að blogga einsog vindurinn um ekki neitt.

Fyrst á dagskrá:
Æji ég vorkenni Britney.
Og Amy.
Þó svo ég hafi almennt litla vorkunn að bjóða fíklum þar sem þetta er að mínu viti mikið til sjálfskapað, hver einasti fíkill veit að til eru meðferðarúrræði.

En nú að alvöru lífsins.
Konráð Ari er barasta orðinn veikur.
Í fyrsta sinn.
Við vorum samt frekar lengi að fatta það því þessi strákur er geðgóður með afbrigðum.
Í nótt var hann samt alveg óskaplega stúrinn og vakti mikið, gat eiginlega bara sofið ef hann lá í fanginu á mér.
Klukkan hálf fimm í morgun náðum við loksins að sofna bæði tvö þegar hann lá í faðmlagi við mig.
Alveg til klukkan átta.
Og í dag var hann sjálfum sér svo ónógur og soldið vælinn, vildi bara vera í fanginu og súpa og knúsast.
Ég fattaði bara seinni partinn að kannski væri hann bara veikur og stakk mæli í rassinn.
38,3° takkfyrir.
Erðanú mamma að fatta þetta ekki fyrr.
En einsog ég sagði þá er hann svo geðgóður að mig grunaði þetta ekki, fannst hann bara pínu vælinn ef hann fékk ekki að knúsast, annars bara hlægjandi og sætur.
Gússígú.

Nú er hann sofnaður og ég ætla að skella mér í sturtu á meðan Benni eldar ofaní okkur.
Mér fannst bara réttast að láta ykkur vita fyrst.

2 Comments:

Blogger Ingimar said...

Hver er Amy?

Láttu honum batna

1:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pfft..

Ingimar hefur greinilega of lengi dvalið í BNA. Ingimar koddu heim og fræddu þig um Amy Winehouse í slúðurdálkum íslensku dagblaðanna.

1:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home