föstudagur, desember 7

Eitt pund, tvær gítarneglur og brjóstahaldarabogi

þetta fannst í filterinu í þvottavélinni og var semsagt orsökin fyrir lekanum.
Vissi ekki að eitt pund, tvær gítarneglur og brjóstahaldarabogi gætu valdið slíku hugarangri og veseni.
En það er á enda núna!
Og desember byrjaður...
Kíkið á litla jólabarnið úr því þið eruð hérna, jesúsminn það sést varla sætara barn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Brjóstahaldarabogar eru víst helsta orsök bilanna í þvottavélum segja þvottavélaviðgerðamenn.

8:23 f.h.  
Blogger Sigga said...

Já, enda keypti ég svona spes þvottapoka undir þá rétt eftir að ég keypti mér þvottavélina.
Boginn er því búinn að liggja þarna í tæp fjegur ár.
Bara 96 ár í antík.

1:35 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Jemunur minn já er maður ekki sætastur ;)
Hvar fær maður svona jólagalla á lítil kríli og er hann þá til á fyrirbura ?
Knús í kless

Ragga og Kamilla Ylfa sem er komin heim :)

4:08 e.h.  
Blogger Sigga said...

Kaupóða frænkan keypti gallann í Köben um daginn svo ég veit ekki hvar maður fær þá eða í hvaða stærð, því miður...

Knús á Kamillu :)

5:10 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Kúl galli allaveganna ;)
Tekur sig vel út drengurinn, gefðu honum feitan knús frá okkur.

12:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home