fimmtudagur, nóvember 15

Blogg

Ég er að reyna að rifja upp nýju reglugerðina varðandi brauð sem var samin á síðasta súpufundi, Konráð Ari liggur útí vagni og hlær, ég heyri það gegnum talstöðina okkar.
Í öðru eyranu er heddfón sem inniheldur viðtal, ég á að vera að pikka það inn en ekki þessa stafi.
Kaffið í bollanum er himneskt.
Hvaða súpa verður elduð í kvöld er enn óráðið, líklegast verður það Það-sem-er-til-í-eldhúsinu-súpa.
Þarf að læra svo mikið.
Misskildi þetta fæðingarorlof.
Orlof þýðir frí.
Orlof þýðir ekki vinna og ekki skóli.
Og í annríkinu gleymdist að tilkynna íbúðakaup og sölu.
Já sæll!
Ég ætla að þrífa snöggvast þvottaefnisskúffuna í þvottavélinni.

3 Comments:

Blogger Hel said...

hvaða rugl, taktu orlof kona!

takk fyrir peppið varðanda sértaka soninn, stefnan er þá á einhvern af þessum menntaskólum á næsta ári, reyni algörlega að halda honum þar í 4 ár.

2:26 e.h.  
Blogger Alda Rose said...

hvernig hús?

12:58 f.h.  
Blogger Sigga said...

Grátt steinhús í vesturbænum með blágrænni stofu og rauðum herbergjum.
Aðeins stærri en Þorfinnur og á fyrstu hæð, snúrur útí garði og rautt grindverk.
Bakgarðapartý alveg eins og hjá Þorfinni.

11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home