Örstutt um mig en samt ekki
Sólarhringurinn er mjög stuttur. Áður en maður veit af er komið kvöld og það er eiginlega alltaf Bráðavaktin í sjónvarpinu. Sem mér finnst allt í lagi þar sem ég er farin að horfa á hana aftur eftir tíu ára pásu.
Gera mömmur það almennt svona in general?
Konráð Ari er orðinn 6 vikna og nánast rígfullorðinn, farinn að segja ööhh og brosa á mann.
Akkúrat núna stendur hann í miklu spjalli við uppþvottavélina sem virðist vera mjög fyndin maskína.
Les barnaland græðgislega, þráðinn um barnið og þar stendur yfir mikil deila um hvenær börn byrja að brosa. Minn fór að brosa 3ja vikna og 6 daga gamall en ég ætla ekki að segja þeim það.
Jesúsminn hvað þetta er stórhættulegt svæði, alveg yndislegt.
Konráð er kominn með leið á uppþvottavélinni svo ég skrúfaði frá krananum og minn er bara að sofna.
Einar Örn sagði okkur að ef hann yrði órólegur ættum við að setja hárþurrkuna í gagn.
Ho ho ho, flippaði gamli pönkari, hugsaði ég en prufaði samt næst þegar hann gargaði á mig -- og viti menn, lilla bebisen snarþagnaði og varð bara voða zen...
Þá dánlóduðum við foreldrarnir klukkustundarlöngu hárþurrkuhljóði og brenndum á disk sem er skellt á fóninn þegar allt stefnir í óefni.
Sem er þó sjaldan því þessi drengur er bara gull og langbestur og sætastur og skemmtilegastur.
Já ég virðist vera hætt að blogga um mig og orðin eins og þær sem ég skildi hvorki né þoldi.
Ekki lengur mynd af mér á desktopinu heldur af barninu.
Á msn er samt mynd af okkur saman, ekki bara af honum.
Þá er ég nú ekki svo djúpt sokkin?
Æ fokkit, ekki eins og maður eignist oft krakka í fyrsta sinn - ég iðrast einskis!
Sjáiði töffarann!

Já og ein að lokum sem sýnir like mother like son því drengurinn er jafn hrifinn af rauðu og mamman sín, þarf bara að setja rauðann klút á bílstólinn og þá er hann sáttur:

Hann er sofnaður núna.
Jetlað leggja mig.
Gera mömmur það almennt svona in general?
Konráð Ari er orðinn 6 vikna og nánast rígfullorðinn, farinn að segja ööhh og brosa á mann.
Akkúrat núna stendur hann í miklu spjalli við uppþvottavélina sem virðist vera mjög fyndin maskína.
Les barnaland græðgislega, þráðinn um barnið og þar stendur yfir mikil deila um hvenær börn byrja að brosa. Minn fór að brosa 3ja vikna og 6 daga gamall en ég ætla ekki að segja þeim það.
Jesúsminn hvað þetta er stórhættulegt svæði, alveg yndislegt.
Konráð er kominn með leið á uppþvottavélinni svo ég skrúfaði frá krananum og minn er bara að sofna.
Einar Örn sagði okkur að ef hann yrði órólegur ættum við að setja hárþurrkuna í gagn.
Ho ho ho, flippaði gamli pönkari, hugsaði ég en prufaði samt næst þegar hann gargaði á mig -- og viti menn, lilla bebisen snarþagnaði og varð bara voða zen...
Þá dánlóduðum við foreldrarnir klukkustundarlöngu hárþurrkuhljóði og brenndum á disk sem er skellt á fóninn þegar allt stefnir í óefni.
Sem er þó sjaldan því þessi drengur er bara gull og langbestur og sætastur og skemmtilegastur.
Já ég virðist vera hætt að blogga um mig og orðin eins og þær sem ég skildi hvorki né þoldi.
Ekki lengur mynd af mér á desktopinu heldur af barninu.
Á msn er samt mynd af okkur saman, ekki bara af honum.
Þá er ég nú ekki svo djúpt sokkin?
Æ fokkit, ekki eins og maður eignist oft krakka í fyrsta sinn - ég iðrast einskis!
Sjáiði töffarann!

Já og ein að lokum sem sýnir like mother like son því drengurinn er jafn hrifinn af rauðu og mamman sín, þarf bara að setja rauðann klút á bílstólinn og þá er hann sáttur:

Hann er sofnaður núna.
Jetlað leggja mig.
9 Comments:
svo er það svo skrýtið..þetta endar á því að maður skilur þær en hættir eila að þola aftur...svona..been there done that attidjúd..hehe.
Þoli samt mjög vel að skoða hjá þér og fólki sem ég þekki sko!..bara að það sé á hreinu
Hann er algjört æði Sigga mín og þú ert alveg norm, bara samt fyndið að þú sért í þessum sporum..... Pældu í því að mitt eldra er að verða 18 og yngra 14 og við næstum jafngamlar!! Og ég eignaðist þær í gær! Tíminn líður bara hraðar og hraðar....
Bestu kveðjur af Skaga,
Helga Arnar
Ég segi bara eins og Hómer: "Hann minnir á mig áður en vegur heimsins bugaði mig." En alltént er eintakið alveg einstaklega vel úr garði gert og gaman þótti mér nú að sjá það í návígi, þótt hið stafræna nálgist það að vera betra í sumum tilvikum. En jæja, ég er farinn að bulla.
Bestu kveðjur héðan frá bierundwurstland.
Þetta er afskaplega myndarlegur drengur en ég leyfi mér nú næstum því að efast um að þú eigir neitt í honum Sigga, svoleiðis er honum snýtt úr úr nösinni á föður sínum! ;)
Iss, hverjum er ekki sama hvað öðrum finnst um mömmublaðrið í manni! Maður verður að fá að venta, þetta er ultimate afrek manns og stolt. Ekkert að skammast sín fyrir. Maður má alveg sýna að maður elski börnin sín og það er bara eitthvað urban legend að allar mæður tali um einhverjar bleyjur! Hver talar um bleyjur?
hann er þokkalega þess virði að einbeita sér að, hann væri líka nokkuð góður með sína eigin fréttastöð.
kissi
Er hægt að downloada klukkutíma af hárþurrkuhljóðum af netinu? Jahérna! Allt er nú til!
Ég blastaði litla bróður minn alltaf með For those about to Rock plötunni með AC/DC þegar hann grenjaði, hann varð ekkert þögull eða zen við það en ég heyrði amk ekki grenjið í honum á meðan..
Já og sjitt hvað sonur ykkar er kúl og flottur.
Valtýr/Elvis2
Yyyyyndislegt.
Bíddubíddu, tíminn flýgur og ég greinilega ekki búin að kíkja hér inn síðan í janúar. Veit varla hvar ég á að byrja en ég óska ykkur að sjálfsögðu til hamingju og vertu innilega velkominn í "pakkann". Það verður gaman að fylgjast með afkomandanum stækka, snilldareintak sýnist mér.
Kveðja
Bedda
Kona gleymir að fylgjast með umheiminum um stund og ekkert er eðlilegra en að blogga um það sem stendur konu næst þá stundina.
Ég spila Little trip to heaven með Mugison fyrir snúðinn minn, hann dáir þar lag.
Skrifa ummæli
<< Home