laugardagur, mars 10

Safapressan

Þegar maður giftir sig verður fólkið í kringum mann svo afskaplega ánægt að það gefur manni gjafir og peninga.
Ein gjöfin sem við fengum var safapressa en hún var einmitt tilnefnd fyrir jól sem vinsælasta jólagjöfin og jafnframt sú ónauðsynlegasta, svipað og fótanuddtækin í den.
En hvaða hvaða, þetta er hið mesta þarfaþing.

Í morgun skellti ég í safapressuna
1 appelsínu
1 sneið ferskur ananas
1 pera
1 kiwi

Drakk þetta með 2 lýsisperlum og dó úr gleði.
Eftir nokkra mánuði væri tilvalið að sletta útí þetta nokkrum slurpum af vodka og deyja úr fyllerísgleði.

Það borgar sig að gifta sig.

3 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Safapressa er alveg brill sjætur, eini gallinn er hvað það er hellað að vaska þetta upp!

Gulrótarsafi er alveg hrikalega gott stöff. Væri til í að henda nýuppteknum gulrótum í þetta einhverntímann...jömmí!

9:31 e.h.  
Blogger Sigga said...

Uppþvottavél beibí!

12:32 f.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég á uppþvottavél og safapressu (enda verið gift í 20 ár). Algjör öskrandi snilld þessar pressur, prófaður slatta af eplum, eitt læm og bút af engifer!

9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home