Hurðakallinn
Hurðakallinn er niðri að skipta um lás og hún.
Það er afskaplega slæmt.
Þegar hurðakallinn er í húsinu borgar sig að halda sig inni eða úti því annars talar hurðakallinn mann í hel.
Hurðakallinn þekkir allar hurðir bæjarins og kann margar hurðasögur.
Hann þekkir líka alla frá Lalla Johns til háttsetta lækna sem ku vera mjög þekktir.
Hann hefur gert við hurðirnar þeirra og Lalli skemmt þær svo hann þurfti að laga þær aftur.
Hurðakallinn er lengi að dudda í hurðunum því þetta er svo mikið dudd segir hann.
Mig vantar að komast niður í þvottahús og út í búð en ég þori ekki niður af ótta við að hurðakallinn sé þar og stoppi mig til að segja mér eeeendalausar og leeeeiiiiðinlegar söööööögur sem enda á því hvað það sé mikið dudd að gera við þetta.
Það er afskaplega slæmt.
Þegar hurðakallinn er í húsinu borgar sig að halda sig inni eða úti því annars talar hurðakallinn mann í hel.
Hurðakallinn þekkir allar hurðir bæjarins og kann margar hurðasögur.
Hann þekkir líka alla frá Lalla Johns til háttsetta lækna sem ku vera mjög þekktir.
Hann hefur gert við hurðirnar þeirra og Lalli skemmt þær svo hann þurfti að laga þær aftur.
Hurðakallinn er lengi að dudda í hurðunum því þetta er svo mikið dudd segir hann.
Mig vantar að komast niður í þvottahús og út í búð en ég þori ekki niður af ótta við að hurðakallinn sé þar og stoppi mig til að segja mér eeeendalausar og leeeeiiiiðinlegar söööööögur sem enda á því hvað það sé mikið dudd að gera við þetta.
2 Comments:
Sýndu honum bara fingurinn og segðu "duddaðu þetta"...nei, ég segi bara svona....dömur mega nú ekki vera dónó.
Nei ég gef honum bara fingurinn í huganum.
Annars hefur mér tekist í 2 daga að læðast út á meðan hann duddar við bakhurðina (ójá, hann er búinn að dudda við að skipta um cylinder á hurðinni í 2 daga!) og ég fæ gígantíst samviskubit/gleðikast í hvert skipti sem það tekst.
Hægt og rólega er maðurinn að dudda við að gera mig geðveika.
Helvítis duddarinn.
Skrifa ummæli
<< Home