fimmtudagur, október 12

Elsk, eldhús og plebb

,,og í eldhúsinu mínu sjáið þið hvernig fela á eldhústækin!"
hrópar Vala Matt í auglýsingu fyrir Veggfóður.
Ég bara spyr: á maður að fela eldhústækin?
Er það ekki gasalega ópraktíst?
Ég hefði haldið það, ekki nenni ég að leita af draslinu áður en ég nota það og finnst í raun nógu mikið vesen að þurfa að opna skápa til að ná í drasl.
*á innsoginu*Jebaragedsosvariðah.

En hey, ég ætla að grenja um efnishyggju hér oftar og gá hvort ég fái alltaf dularfulla peninga inná kortið mitt í kjölfarið.
Í dag skellti Fjár-eitthvað ríkisins 12 þúsund kellíngum á mig!
Jebara, hey, ef ég væri ekki að vinna væri ég útí búð.
En ég held ég bíði fram í næstu viku með að kíkja á nýja Ikea, þoli ekki fólk, hvað þá fólk að troðast og plebbast og vera ógeðslegt.

En bíddu nú við, hvað var ég aftur að hugsa í dag... eitthvað um að ég ætlaði að vera bara plebbi...
Jú þegar ég var að hjóla í vinnuna með hjálminn öfugan á hausnum hugsaði ég;
skoh, ég var gebba töff og kúl í sumar þegar ég byrjaði að reykja aftur og hætta að nota hjálm á hjólinu. Núna í haust er ég aftur hætt að reykja og tók fram hjálminn í dag. Til að massa þetta verð ég bara sætta mig við það að vera plebbi.
Ég er reyklaus plebbi með hjálm og þarf að læra að elska sjálfa mig svoleiðis.
Elsk.

Ég þarf líka að læra uppá nýtt hvað snýr fram og aftur á hjálminum.

2 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Það er gebba töff og kúl að vera plebbi.

8:12 f.h.  
Blogger Sigga said...

Hahahaaa, ég þarf aðlögunartíma á þetta.

11:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home