fimmtudagur, maí 11

Mig langar í rútuferð og labbitúr með vinstri grænum á sunnudaginn.
En ég er of mikil gelgja til að fara ein, vinstri græna sys verður í París, allir vinir mínir verða þunnir, já og ég þarf að sitja heima og skrifa kvossimjér... ef ég sjé ekki búin að vera gebba dugleg í dag, á morgun og hinn...

Ég er sumsé ekki dauð enn, bara búin að vera í prófum og ritgerðarskrifum.
Kennó er nebbla ekki leikskóli einsog HÍ, maður þarf actually að læra þarna.

Eníhús, ég tékkaði líka á andlitsþekkjaranum og haldiði ekki að ég, Bing Crosby og Jacquelin Kennedy Onassis séum bara alveg eins!
Katherine Mansfield, Rod Stewart, Heidi Klum, Billy Zane og Liam Gallager voru líka mjög lík mér.
Enda er ég geðveikt sæt.

6 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég held þú eigir bara við sænskuna í HÍ! Þar þorir enginn að gera kröfur til að fæla ekki nemendurna frá og missa í leiðinni vinnuna ;) Ég veit að annarsstaðar er heldur betur annað í gangi.

4:19 e.h.  
Blogger Sigga said...

Híhí, já ég var soldið að miða við sænskuna í HÍ :)

5:16 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Hmmm...sko, ég fann mynd af Brad Pitt - Frægasta persóna í heimi - og forritið segir að hann sé líkur:

- Federico Garcia Lorca (Hver?!?)
- Leonardo Di Caprio
- Hayden Christensen
- Holly Marie Combs
- Gillian Anderson (!)
- Dominic Monaghan
- Arnold Schwarzenegger (haaa???)
- Liza Minelli

Afar, aaafar vafasamt!

9:09 f.h.  
Blogger Sigga said...

Beibí ég skellti inn mynd af þér og niðurstaðan var Mohamed ElBaradei, Gary Oldman og fleiri kallar sem ég þekki ekki.
Svo þú sérð að þetta er bara brjálaður sannleikur :p

10:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég set inn mynd af mér núna í téð forrit kæmi örugglega Rod Stewart og allir í Spinal Tap. Am having a baaaaaaad hairday.

4:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var svona líka rosalega lík Whitney Houston og Evu Longoria. En svo þegar ég var með ámálað yfirvaraskegg var ég lík Justin Timberlake. Það er þó aðeins skárra en grey Eygló sem líktist Slobodan Milosevic. Hún var reyndar með ámálaða monobrow, brotna tönn og yfirvaraskegg...
Eoghan er David Scwimmer. Ekki segja honum að ég hafi sagt þér þetta

3:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home