mánudagur, apríl 3

Jáh...

Anda, anda, anda, anda, anda...

Afhverju er þetta svona erfitt núna?

Afhverju er ég ekki að njóta þess að vera reyklaus og vellyktandi?

Njóta, njóta, reyna að njóta.

Er orðin svo frústreruð á því að hugsa stöðugt um sígarettur, að einbeita mér að því að reykja ekki, að rifja endalaust upp afhverju ég er að hætta að reykja.

Ég meina, það er áttundi dagurinn í dag, ég hef ekkert reykt í átta daga og hvar eru verðlaunin?!?!?!!

Á þetta ekki að verða auðveldara?

Djövuls svind.

Mig langar í pillurnar sem láta mann hætta að reykja, ég vil ekki finna svona mikið fyrir þessu.

Það er eins og lífið snúist bara um reykja-ekki-reykja.

Og það er leiðinlegt líf.

Ég er búin að þrífa, endurraða í stóra herberginu, búa til gardínur í svefnherbergið, brýna alla hnífa heimilisins og þvo tvöþúsund þvottavélar og er ekkert rólegri.

Ef ykkur þykir bloggið mitt hafa verið einhæft og leiðinlegt að undanförnu ímyndið ykkur hvernig er að lifa lífinu mínu!

Mein gott im himmel sko.

Gasalegt.

5 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Skil þig, enda er ég löngu byrjuð að reykja aftur.

6:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bara 20 daga í viðbót....... þá fer þig að ráma í af hverju þú hættir að reykja
:-)

8:13 e.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég er að senda þér væmnar hugsanir fullar af fersku lofti með engum sígarettureyk.

8:16 e.h.  
Blogger Sigga said...

Oooo takk, það voru örugglega þessar væmnu hugsanir sem sendu mig í sund áðan svo nú er ég mjög fersk.
20 dagar í viðbót... jáh...
Jájá.
Já.
Anda.

9:44 e.h.  
Blogger spritti said...

Þetta kemur ég reykti einn og hálfan á dag en er hættur fyrir 6 árum síðan. Hef sjálfsagt sparað mikinn pening síðan þá.

12:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home