miðvikudagur, febrúar 15

Stuttar fréttir

Ef fer sem horfir á ég eftir að fitna gígantíst í þessu súkkulaðibindindi mínu.
Tveir dagar eru liðnir og ég er sínartandandi í kex og ost, jú líka gras inná milli, en ostar og kex þykja mér betri fráhvarfalyf en grasið.  Verð bara tóm í maganum og fúl af svoleiðis narti.
Sjáum til hvað þetta heldur lengi.
Reyndar var ég dugleg að vakna hress í morgun en ég hef heyrt að maður verði það sleppi maður súkkulaðiáti.
Ef ég verð hress næstu tvo morgna líka trúi ég á þetta, annars er ég aftur farin í súkkulaðið.
Mmmmm súkkulaði....

Og nú stuttlegar skoðanir mínar á málefnum heimsins:
  1. Danir eru ógeðslegir hrokagikkir, ég komst að því þegar ég bjó í Danmörku og fer ekki ofan af því.

  2. Reykvíkingar eru leim að kjósa Dag sem borgarstjóraefni bara af því að hann er svo ungur og sætur.  Hvaða fokkíngs máli skiptir það?!?!!?!?!?!

  3. Íslendingar eru fávitar ef þeir senda ekki Silvíu Nótt í júróvisjón.

  4. Geðveika beljuveikin um daginn og nú fuglaflensa – held að málið sé að gerast grænmetisæta.  Aftur.  

  5. Vona að ameríska pakkið dæmi Dick Cheney til dauða (fórnarlamb skotárásar hans liggur á gjörgæslu).  Ætli það kenni þeim eitthvað um fáránleika dauðarefsinga?  Hann er reyndar hvítur og ríkur svo honum verður líklega bara klappað á rassinn með bleikum fjöðrum og sagt við hann skammastín.

  6. Geir H. er að opna sendiráð í Nýju Delí, áætlaður árlegur kostnaður á því mun verða 55 millur á ári, meira en það sem þeir köttuðu af Mannréttindastofu.  Er það virkilega mikilvægara?  Fokkíngs fávitar.

Nenniggi meir, þarf að læra.
Og éta kex með osti.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mannréttindastofa var vita gagnslaus, umræðuskrifstofa sem hjálpaði ekki sálu, algjör seðla sóun. Já Danir eru drasl.

7:23 e.h.  
Blogger Sigga said...

Kva láhtehkki svonah!

5:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég elska brjáluðu Siggu.

1:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home