laugardagur, janúar 28

Kjaftstopp

Já ég er eitthvað kjaftstopp hér á blogginu en í raunheimum mala ég út í eitt við mína dásamlegu fjölskyldu og vini.
Ég er umkringd eðalmanneskjum og takk þið öll sem kommentuðu.
Lífið heldur áfram og ég er að komast í taktinn.
Sigfús Ari fæddist og dó og þó lífið hafi verið stutt hafði hann ótrúlega mikil og sterk áhrif á fjölda fólks sem syrgir og reynir að fatta þetta fokkíns fáránlega líf.

Mér finnst ég ekkert hafa að segja í bloggheimum, fann ekki einu sinni þörf fyrir að blogga frá þessari kjánahátíð sem tónlistarverlaunavitleysan var.
Kemst kannski í stuð seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home