sunnudagur, nóvember 6

Betri þorskur

Ég er öll að batnast og er himinlifandi glöð yfir því.
Hef ekki tekið nein verkjalyf í dag og bólgan er alveg mínímalístísk orðin þannig að ég er aftur orðin geðveikt sæt.
Ég verð samt að passa mig á æsingnum í mér því að um leið og mér líður eitthvað betur ákveð ég að ég sé orðin brjálæðislega frísk og þannig skottaðist ég niður í kjallara í gær og skellti í vél og það kostaði örmögnun, verkjalyf og liggj í sófanum það sem eftir lifði dags.
En ef ég slepp massi slepp ég við verkjalyf og er þar af leiðandi ekki eins sljó og get því lesið það sem ég missti af í síðustu viku í skólanum.
Húrra fyrir mér!

Mæli svo með því að fara inná Kimono síðuna og hlusta á Codomatopoeia sem er blanda af Kimono laginu Onomateopoeia og þorskalaginu með Ghostigital = yndislegir gítarar Kimono undir heitum umræðum Einars og Mark E. Smith um þorskinn.
Treis bíein alveg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home