miðvikudagur, október 12

Je suis chocolat

Það mætti halda að ég væri þýsk því svo illa þoli ég frönsku.
En ég þoli ekki þýsku heldur svo ekki getur það verið.
Reyndar er það að skríðast inní heilann að það eru Bretar sem hata Fransmenn.
Veit ekki með þjóðverja.
Einu sinni hötuðu þeir alla, en núna, tjah bara hræddir við alla.
Hvað um það, ég er með súkkulaði.
Ég er súkkulaði.
Langar að horfa á þennan þátt um Picasso og Matisse en þoli ekki þennan franska þul sem plyudöplyöduplyuar yfir öllu.
Sé hann bara fyrir mér, franskan og feitann og fullan af kvenfyrirlitningu.
Ég er með þá fordóma fyrir frökkum að þeir séu fullir af kvenfyrirlitningu.
Ég myndi nota fleiri orð en ég veit að mamma les þetta.
Hún trúir því enn að það sé eitthvað gott í mér.
Simone var franskur feministi en hún var líka full af kvenfyrirlitningu.
En þetta er allt í lagi samt, ég á nefninlega súkkulaði og upptöku af Americas next top model.
Jibbííí!

Eitthvað annað en sjónvarpsefni undanfarinna daga sem var annað hvort leiðinlegt (allt gærkveld) eða svo sorglegt að ég grenjaði (Never again og viðtölin við hafnfirsku systurnar).
Öss.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home