fimmtudagur, september 8

Vantar bækur!

* Hagnýt skrif eftir Gísla Skúlason (útgáfuár 03 eða 04)
* Málkrókar eftir Mörð Árnason
* Geisladiskinn Alfræði íslenskrar tungu.

Til í að kaupa billegt, leigja eða fá lánað.



Ég bara er ekki að tíma að kaupa þær splúnkunýjar í bóksölunni.
Bara tími því ekki.
Samt er ég kaupaóð þessa dagana.
Hef samt ekkert kaupt.
Langar bara að kaupa allt.
Sá til dæmis síma sem ég þurfti að beita sálfræðilegum klókindum á mig svo ég myndi ekki kaupa hann.
Þó er ég minnst símaóð þeirra sem ég þekki til, mér nægir að geta hringt og tekið við símtölum, þó ekki of mikið né of lengi í einu og smsin.
En síminn sem ég sá og gerði mig óða var rauður.
Gá hvort ég finn ekki mynd.
Nei fann ekki rauða mynd, en skoðið þessa og ímyndið ykkur símann rauðan og glansandi.

7 Comments:

Blogger Guggan said...

Ég er einmitt líka með svona samlokusímablæti þessa dagana og veit ekki hvernig ég get læknað mig af þeim ósóma. Svei. Þeir eru bara svo smartir!

7:01 e.h.  
Blogger Ljúfa said...

Ég á einmitt einn svona silfurlitan. Ætlaði sko ekki að skipta út gamla Nokia 3110 en eiginmaðurinn elskulegur kom mér á óvart á ammælinu mínu. Sakna stundum þess gamla.

7:22 e.h.  
Blogger Sigga said...

Jiii mig langar svo í þennan rauða draum.
Bara blæti en svona er lífið.

10:39 e.h.  
Blogger Gummi Erlings said...

Þú mátt fá minn Alfræði disk lánaðan. Meir að segja tvær greinar eftir mig á honum.

11:26 e.h.  
Blogger Sigga said...

vá en stórkostlegt gummi!
sentu mér póst með símanúmeri á sigrar at gmail.com
jibbíkæjei!

11:37 f.h.  
Blogger Berglind Björk Halldórsdóttir said...

Iss það er ekki einu sinni snúra á honum.

Svo mæli ég ekki með svona samlokusímum. Of auðvelt að rífa þá í sundur í bræðiskasti. Minnir einmitt að ég hafi hitt þig á Dillon eftir eitt slíkt og hafi fengið að nota símann þinn.

12:30 f.h.  
Blogger Sigga said...

Snúra til hvers?
Að binda hann í beltið?

Jú ég man eftir því bræðiskastskveldi, en ég myndi aldrei skemma míns eigins dót í bræði, bara annara.
Hahahahaaa!

1:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home