Ástandið
Ég var að fá þá snilldarhugmynd að setjast inn á netvænt kaffihús þá lausu stund sem ég á í dag á milli masss og vinnu, nýja tölvan mín er nefninlega ekki nettengd hérna heima (afhverju tekur það marga daga að stilla ráter?), sitja þar og sötra latte og spássera um alvefinn í fallegu silfurbjöllunni minni, jafnvel leysa nokkur skólaverkefni, blikka sæta stráka sem eiga ekki séns í mig og vera almennt mjög smart.
Nema, fyrstu þrjú kaffihúsin sem mér datt í hug að heimsækja eru öll reyklaus.
Skil ekki þennan fasisma.
Á maður að skilja nýju fínu tölvuna sína eftir aleina og eftirlitslausa á meðan reykurinn liðast ofaní ljúfu lungun undir beru lofti?
Og láta stela henni?
Er þetta það sem Þorgrímur Þráinsson, Erpur og heilbrigðisráðherra vilja?
New Orleans ástand í miðborginni hjá reykjendum?
Alveg gasalegt.
Nema, fyrstu þrjú kaffihúsin sem mér datt í hug að heimsækja eru öll reyklaus.
Skil ekki þennan fasisma.
Á maður að skilja nýju fínu tölvuna sína eftir aleina og eftirlitslausa á meðan reykurinn liðast ofaní ljúfu lungun undir beru lofti?
Og láta stela henni?
Er þetta það sem Þorgrímur Þráinsson, Erpur og heilbrigðisráðherra vilja?
New Orleans ástand í miðborginni hjá reykjendum?
Alveg gasalegt.
2 Comments:
Púff, eins og ég sagði á bloggi mínu, þá hefði ég af öllum borgum S-USA verið mest til í New Orleans.
Allt í fokki - í "ríkustu þjóð heims" með præoritíin sín öll í fokki.
Af því að N.O. er "frönsk" og það eru eiginlega bara svartir og ýkt fátækir þar (aðallega í nágrannaríkjunum, þó), þá gera GB og hinir skítarnir í USA governmenti ekki Jack.
Helvítis, djöfulsins!
held það sé þráðlaust á dillon, hressingarsk. ofl ofl... og þar ríkir ekki reykingafasismi
Skrifa ummæli
<< Home