Ritgerðir
Einu sinni átti ég kærasta sem var skáld og hann langaði svo að skrifa íslensku ritgerð og fá einkunn þar sem hann hafði ekki gengið í menntaskóla og þar af leiðandi aldrei fengið einkunn fyrir skrif sín.
Ég leyfði honum að skrifa eina í mínu nafni og hann fékk 9.
9 hefur alltaf verið mín ritgerðartala svo þetta komst aldrei upp og ég hef skrifað ótal margar ritgerðir og fengið ótal margar 9ur en samt kann ég ekki að skrifa ritgerð.
Einu sinni lánaði ég vinkonu minni gamla ritgerð sem hún skilaði inn og fékk verðlaun fyrir.
Ekki ég.
Og nú er ég á gamals aldri að taka kúrs sem heitir Mál og ritþjálfun og þar er verið að kenna mér að skrifa ritgerðir.
Ég er að læra helling.
Samt finnst mér þetta erfitt.
Ég er voða hrifin af skipulagi því það lítur svo vel út á blaði.
En í verki er ég mjög kaótísk og veit yfirleitt ekki hvað ég er að skrifa um fyrren í lok ritgerðar.
Núna á ég að skrifa ritgerð um eitthvað og þarf að búa til rannsóknarspurningu og tilgátu.
Svoleiðis verður aldrei til hjá mér nema í lok verks.
Sem væri í lagi ef ég þyrfti ekki að skila inn skipulaginu áður en ég byrja á ritgerðinni.
Ég er í hönk.
Ég leyfði honum að skrifa eina í mínu nafni og hann fékk 9.
9 hefur alltaf verið mín ritgerðartala svo þetta komst aldrei upp og ég hef skrifað ótal margar ritgerðir og fengið ótal margar 9ur en samt kann ég ekki að skrifa ritgerð.
Einu sinni lánaði ég vinkonu minni gamla ritgerð sem hún skilaði inn og fékk verðlaun fyrir.
Ekki ég.
Og nú er ég á gamals aldri að taka kúrs sem heitir Mál og ritþjálfun og þar er verið að kenna mér að skrifa ritgerðir.
Ég er að læra helling.
Samt finnst mér þetta erfitt.
Ég er voða hrifin af skipulagi því það lítur svo vel út á blaði.
En í verki er ég mjög kaótísk og veit yfirleitt ekki hvað ég er að skrifa um fyrren í lok ritgerðar.
Núna á ég að skrifa ritgerð um eitthvað og þarf að búa til rannsóknarspurningu og tilgátu.
Svoleiðis verður aldrei til hjá mér nema í lok verks.
Sem væri í lagi ef ég þyrfti ekki að skila inn skipulaginu áður en ég byrja á ritgerðinni.
Ég er í hönk.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home