fimmtudagur, september 22

Mikilvæg málefni

Ég er með bólu á nefinu og það eru komnir loðflókar í öll horn íbúðarinnar og flæðir uppúr þvottakörfunni.
Spurning um að sinna þessum atriðum fyrst og lesa síðan 3 bækur til að finna tilgátu?
Geri samt lítið við þessari bólu.
Bólur eru bara bólur og bólur koma og fara.
Bóla bóla bóla.

Hvaða annarlegu hvatir liggja annars að baki flísalögnum á gólfum?
Ég stútaði uppáhalds ilmvatninu mínu um daginn þegar ég missti glasið á baðherbergisgólfið. Ákaflega svekkt.
Í fyrstu var ég efins um að kaupa þessa íbúð af því að eldhúsið er flísalagt. Ekki bara af því að þær eru ljótar heldur óttaðist ég líka að standa uppi leirtauslaus áður en langt um liði því mér helst svo illa á hlutum.
Hef samt ekki enn brotið neitt á eldhúsgólfinu, sjöníuþrettán og bank í við, but it's bound to happen.
Held það ríki dúkafordómar í þjóðfélaginu og það hugnast mér ekki.
Kannski það verði næsta baráttumál mitt.
Í öllu fallegu húsunum sem ég dvaldi í í Svíþjóð voru eldhúsin og baðherbergin dúkalögð og ekki braut ég neitt né beið ég álitshnekki úti í samfélaginu.
Það er svo margt sem við getum lært af Svíunum.

Þeim sem finnst ég ætti frekar að vera að finna rannsóknarspurningu og tilgátu í stað þess að rausa hér um ekki neitt geta átt sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home