miðvikudagur, september 14

Fávitar

Ef ég hefði verið fædd nokkrum áratugum fyrr og valið mér sama starf væri ég í í Gæslusystraskólanum en hann var stofnaður 1967:

- Við aðalfávitahæli ríkisins skal reka skóla til að sérmennta fólk til fávitagæslu (Lög um fávitastofnanir, 1967).

Greinilegt að það voru fávitar sem settu lög 1967.

2 Comments:

Blogger Gummi Erlings said...

Ég rakst á þetta líka, kannski ekki alveg sömu lögin, en þar var gerður greinarmunur fávitum, vanvitum og örvitum. Prittí strong stöff.

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er fáránlega stutt síðan þroskaheft börn máttu ekki einu sinni umgangast "venjuleg" börn.
Það kemur fram í ævisögu konunnar sem kom Sólheimum í Grímsnesi á fót (man ekki hvað hún heitir en minnir að hún hafi heitið Sesselja)að hún lenti í alveg fullt af svona misskilningi/heimsku hjá stjórnvöldum og mótlæti þess vegna.

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home