laugardagur, ágúst 6

Óheilbrigðislega heilbrigð

Það varð úr að ég fór ekki á krútt heldur bakaði smá og þeytti rjóma, fékk fólk í heimsókn og gaf Kókó kjúklíng í staðinn fyrir klippingu og raðaði bókum uppí hillu.
Vaknaði klukkan 10 í morgun undir glugganum og horfði á skýin kjökrandi af gleði yfir að vera ekki þunn.
Í dag ætla ég að massa meira, mála ganginn og bora upp geisladiskahillum til að losna við þá helvítis kassa og skella svo upp sturtu.
Þá mun ég sturta mig og taka svo fagnandi á móti frænkum og systrum og vinkonum og labba með þeim oní bæ að horfa á hommana.
Hlakka ýkt brjál til að sjá Kiddu, Kristínu, Unni, Kolbrúni og Heiðu spila rokk með Heimilistóna í bakröddum.
Í kvöld mun ég svo drekka mig til dauðs og vakna eftir hádegi kjökrandi af þynnku.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vodalega ertu dugleg skan, bara senda kvedju hedan ur bretariki, erum vid bestu skilyrdi her og alsaela i gangi, hvada systur ertu ad tala um, thad er bara ein tharna heima helt eg, tvaer herna megin...

bestu kvedjur, Ella og co.

3:43 e.h.  
Blogger Sigga said...

Hjördís er svo stórkostleg að maður verður að tala um hana í fleirtölu.
Gaman að heyra í ykkur, kysskyss

4:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

.... j'a thad er sko alveg rett og satt.... hlakka til ad sja ykkur

ellomagg

5:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home