Flutt og full af ást
Þá er ég búin að tengja tölvuna.
Reyndar gerði ég það í gær en komst ekki á netið því einsog ég komst að í dag þá hafði ég stungið módeminu vitlaust í samband.
Þvílík vika sem þetta hefur verið, hef aldrei púlað eins mikið og sofið jafn lítið.
En þetta var alveg worth it.
Nú er búið að mála alla íbúðina sona að mestu allavega, eigum bara eftir að mála aðra umferð á ganginn og skera í stofunni.
Skera þýðir að mála kantana og í kringum ljósastæði ossoleis, veit ekki hvort þetta er tilbúin borgneska hjá Kókó og fjölskyldu eða prófessjónal málaratungumál en stelpan fríkaði a.m.k. út í hvert skipti sem einhver lét útúr sér mála kantana.
"Það heitir að skeeeera!" gargaði hún með verkstjóraröddinni.
Án hennar hefðum við ekki geta flutt inn fyrren um jólin, slíkir eru ofur kraftar og verkstjórnarhæfileikar dömunnar.
Og Kata massaði hellings málerí og Rúnar bró líka og Hjördís kom sterk inn í loftin.
Elska þau.
Svo komu örugglega tuttugu manns að hjálpa okkur að flytja á miðvikudaginn svo það tók sirkabát korter að massa það.
Elska þau.
Fór í baðkarið í gær og flissaði af ánægju.
Svo kom Anonymous Óli og bölvaði okkur og rétt á eftir kom pearcað og gulltennt par frá Ameríku hingað og við lánuðum þeim Laugaveginn til að sofa í.
Þau ættu að vera að spila á Sirkus um það bil akkúrat núna.
Nenniggi.
Rigning.
Ætla að raða.
Gvu ég raðaði í fataskápana í gær, svo mikið plaaaaáááásssss!!!
Yndislegt.
Alveg hreint.
En ég finn ekki neitt.
Reyndar gerði ég það í gær en komst ekki á netið því einsog ég komst að í dag þá hafði ég stungið módeminu vitlaust í samband.
Þvílík vika sem þetta hefur verið, hef aldrei púlað eins mikið og sofið jafn lítið.
En þetta var alveg worth it.
Nú er búið að mála alla íbúðina sona að mestu allavega, eigum bara eftir að mála aðra umferð á ganginn og skera í stofunni.
Skera þýðir að mála kantana og í kringum ljósastæði ossoleis, veit ekki hvort þetta er tilbúin borgneska hjá Kókó og fjölskyldu eða prófessjónal málaratungumál en stelpan fríkaði a.m.k. út í hvert skipti sem einhver lét útúr sér mála kantana.
"Það heitir að skeeeera!" gargaði hún með verkstjóraröddinni.
Án hennar hefðum við ekki geta flutt inn fyrren um jólin, slíkir eru ofur kraftar og verkstjórnarhæfileikar dömunnar.
Og Kata massaði hellings málerí og Rúnar bró líka og Hjördís kom sterk inn í loftin.
Elska þau.
Svo komu örugglega tuttugu manns að hjálpa okkur að flytja á miðvikudaginn svo það tók sirkabát korter að massa það.
Elska þau.
Fór í baðkarið í gær og flissaði af ánægju.
Svo kom Anonymous Óli og bölvaði okkur og rétt á eftir kom pearcað og gulltennt par frá Ameríku hingað og við lánuðum þeim Laugaveginn til að sofa í.
Þau ættu að vera að spila á Sirkus um það bil akkúrat núna.
Nenniggi.
Rigning.
Ætla að raða.
Gvu ég raðaði í fataskápana í gær, svo mikið plaaaaáááásssss!!!
Yndislegt.
Alveg hreint.
En ég finn ekki neitt.
2 Comments:
Til hamingju með nýju íbúðina og vinina.
Gaman að heyra þetta, þið Benni eruð alveg að taka þetta með stæl.
Jonathan Richman var alveg stóóórkostlegur í gær, þvílikt stuð, gleði og hamingja!
Skrifa ummæli
<< Home