föstudagur, júní 10

En að gleðiefni:

í dag skrifuðum við Benedikt undir mörg mörg plögg og skrifuðum ávísanir og allt þetta leiddi til þess að við eignuðumst nýja íbúð!
Eftir tvo mánuði flytjum við og þá verður skautað um salina, á sokkunum að sjálfsögðu.
Á Þorfinnsgötu.
Og Þorfinnsgata er rétt hjá Leifsgötu og Eiríksgötu svo það leiddi til þess að ég dró þá ályktun að Þorfinnur hefði verið hinn merkasti gúbbi.
Þó ekki það merkilegur að ég myndi eftir honum.
En ég mundi nú eftir henni Hörpu sem kenndi mér Íslendingasögurnar, og að öllum líkindum hefur hún reynt að kenna mér eitthvað um hann Þorfinn, en ég var á þeim tíma búin að þróa með mér námstækni þá er í felst að hlusta sem minnst og gera sem minnst og gá hvað gerist svo í prófinu.
Eníhú, ég komst að því á heimasíðu Hörpu hvur Þorfinnur Karlsefni var og er júblandi yfir því.
Þó hann hafi verið með stæla við skrælingjana.
Svo gat ég rakið ættir mínar til Þorfinns:

Þorfinnur "Karlsefni" Þórðarson 975
Þorbjörn Þorfinnsson 1025
Steinunn Þorbjarnardóttir 1060
Ketill Þorsteinsson 1100 - 1173
Þorlákur Ketilsson 1165 - 1240
Ketill Þorláksson 1200 - 1273
Valgerður Ketilsdóttir 1230
Snorri Narfason 1260 - 1332
Ormur Snorrason 1320 - 1401
Þorbjörg Ormsdóttir 1340 - 1394
Guðrún Ólafsdóttir 1367
Sigurður Geirmundarson 1415 - 1488
Oddur Sigurðsson 1450 - 1506
Sigurður Oddsson 1480
Þórunn Sigurðardóttir 1530
Halldóra Guðmundsdóttir 1545 - 1606
Einar Guðmundsson 1590 - 1648
Guðmundur Einarsson 1640
Einar Guðmundsson 1698 - 1779
Mónika Einarsdóttir 1760 - 1825
Einar Jónatansson 1801 - 1863
Mónika Einarsdóttir 1839 - 1909
Guðmon Guðnason 1866 - 1946
Anna Guðmonsdóttir 1899 - 1993
Sigurlaug Inga Árnadóttir
Sigríður Árnadóttir

Djövull langar mig í sígó.
Er þessi þýska myndi í sjónvarpinu aldrei búin?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég treysti því að þú nefnir tilvonandi son þinn í höfuð langafa þíns. Guðmon er smart nafn.
Þórdís.

10:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er það bara Þorfinnur Ómarsson ;)

12:01 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ég hugsaði óþarflega og óþolandi mikið til Þorfinns Ómars fyrstu dagana en er komin yfir það núna, Karlsefni er málið.
Fjúkkit.

Og Guðmon - já það er sko smart nafn sem mun haldast í fjölskyldunni.
En ég er samt ekki ólétt!

11:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home