Aðeins meira um hjólreiðar
Það er nefninlega svo ofboðslega gaman hjá mér að hjóla.
En Reykjavík er engin Köben með hjólreiðastígum, onei.
Ég svissa á milli gatna og gangstétta og reyni að mínímalísera sénsa á að drepa mig og aðra í umferðinni, blóta bílstjórum einsog sveittur sjóari og reyni að sýna gangandi vegfarendum umhyggju einsog nýútskrifaður leikskólakennari.
Samt tókst mér næstum því að hjóla Huun Huur Tu flokkinn í götuna þegar þeir skoppuðu óvænt einn af öðrum útúr sendiferðabíl á gangstéttina á Hverfisgötunni, ég náði þó að sveigja mér á milli þeirra jöminnanndi yfir tilhugsuninni um að drepa barkasöngvara og var þá næstum því búin að hjóla niður síðskeggjaðan mann með gallabuxurnar gyrtar uppá axlir.
Ég verð að kaupa mér hjálm til að minnka líkur á dauðsfalli.
Einhver verður að lifa af til að segja söguna.
Svo er ég að spá í að skella mér í strætó í dag.
Það er spennandi að eiga ekki bíl.
En Reykjavík er engin Köben með hjólreiðastígum, onei.
Ég svissa á milli gatna og gangstétta og reyni að mínímalísera sénsa á að drepa mig og aðra í umferðinni, blóta bílstjórum einsog sveittur sjóari og reyni að sýna gangandi vegfarendum umhyggju einsog nýútskrifaður leikskólakennari.
Samt tókst mér næstum því að hjóla Huun Huur Tu flokkinn í götuna þegar þeir skoppuðu óvænt einn af öðrum útúr sendiferðabíl á gangstéttina á Hverfisgötunni, ég náði þó að sveigja mér á milli þeirra jöminnanndi yfir tilhugsuninni um að drepa barkasöngvara og var þá næstum því búin að hjóla niður síðskeggjaðan mann með gallabuxurnar gyrtar uppá axlir.
Ég verð að kaupa mér hjálm til að minnka líkur á dauðsfalli.
Einhver verður að lifa af til að segja söguna.
Svo er ég að spá í að skella mér í strætó í dag.
Það er spennandi að eiga ekki bíl.
5 Comments:
Jiiiminn hvað ég hlakka til!
Líka hægt að skella hjólunum í miðjan strædóinn (þ.e. ef það er ekki of mikið af fólki).
Það er alveg helling af svona göngustígum útumallt sem eru brill fyrir hjólreiðar, langbest að nota þá.
Ólinn sagði: Eigum við að stofna svona hjólaklúbb sem hittist einu sinni en deyr svo út en samt getum við alltaf sagt með góðri samvisku að maður var í hjólaklúbb?
hei.. ég kaupi mér hjól, ég er nú einu sinni vinnandi manneskja... Má ég vera með í klúbbnum?? má hann heita JL klúbburinn HÓ... (Nei ég er ekki full)
Fokk já stofnum þenna hjólaklúbb.
Alltaf gott að geta sagst vera í hjólaklúbb.
Kata, þetta nafn.. sjiiitt...
Skrifa ummæli
<< Home