laugardagur, apríl 16

Syngj

Nýkomin heim úr partýi og nú er spurningin hvort ég eigi að skella mér í annað partý eða klára að skrifa þessa fokkíngs ritgerð.
Efast reyndar um að næsta partý nái að toppa það sem ég var í áðan í vinnunni.
Vorum í singstar og allir sungu einsog moðerfokkerar.
Þetta fólk gerir sér grein fyrir grunvallaratriðinu í karókí - það er ekki spurning um að kunna heldur að skemmta sér.
Hef aldrei séð aðra eins tilburði, heyrt hvílík hljóð né skemmt mér eins vel.
Og fyndnast fannst þeim þegar við starfsfólkið vorum látin syngja (það þurfti nú ekkert að suða í okkur).
Þá var sko hlegið að okkur.
Vinnufélagi minn var samt afskaplega stoltur því þetta var í fyrsta sinn sem hann söng á kaupi og kvaðst hann nú vera komin á sama level og ég.
Ég hef reyndar aldrei fengið aur í minn vasa fyrir spilerí, það er svo dýrt að reka hljómsveit og skipuleggja tónleika að það fer öll innkoman í rekstur.
Svo í raun var þetta í fyrsta sinn sem ég söng á kaupi.
Eða nei annars, einu sinni söng ég fyrir gamalt fólk á Vesturgötunni og fékk 5000 fyrir.

Mig langar samt í meira partý.
Og bjór.
Maður er nú alltaf voða kreatívur í þynnku.
Kannski mar massi bara ritgerðina á morgun?
Æjeveidiggi...
Hugsamálið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home