föstudagur, apríl 8

Ýmst gamn

Við skruppum í apótek dag einn í Ameríku.
Vinsælasta dópið okkar var það sem við einfaldlega köllum kókaín, en það er verkjalyf í duftformi og pakkað inní blöð þannig að fílíngurinn er soldið kókaínlegur.
Samt dælir maður ekki þessum verkjalyfjum uppí nefið heldur sturtar því á tunguna og skolar því niður með gúlsopa af vatni.
Af því að þetta er duft byrjar verkjalyfið að verka fyrr og þar af leiðandi erum við afskaplega hrifnar af kókaíninu okkar.
Á myndinni má sjá nokkra kókaínpakka á meðal afurða verslunarleiðangursins í apótekinu í Savannah. BC heitir það.



Þegar við höfðum dælt í okkur kókaíni, Tylenol og Pepto Bismo skruppum við í karókí þar sem við fengum ókeypis bjór og á leiðinni heim, eftir að hafa gefið útigangsmanni bjór og allt okkar klink, stoppuðum við löggumann sem keyrði okkur heim.
Ég eyðilagði um daginn rauða pilsið sem ég er í á myndinni.
Ullarpils sko.
Þvottavél.
Ennþá sorrý.



Ég vona að það verði jafn gaman í Svíþjóð eftir 2 vikur.
Þó það verði bara helmingurinn af gamaninu er það nóg.


Í gær var líka gaman, ég var að syngja nokkur lög með Hanoi Jane á Grand rokk.
Þeir spila sona alt kontrí og gera það ferlega vel.
Mér tókst að grenja mig inná þá á einhverju fylleríi um daginn, mér finnst nefninlega svo gaman að radda.
Kóruppeldið segir til sín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home